Skörp viðbrögð

Í morgun var beðið um að tekið yrði í bremsurnar.

Klukka þrjú eftir hádegi er tilkynnt að skellt verði í lás frá og með miðnætti. Tilefnið var þó annað en rætt var um í morgun.

Lærdómur: orð bera ábyrgð. 


mbl.is Tíu manna fjöldatakmörkun frá miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2,5% hagvöxtur er góður, 4,8% er illkynja

,,Gert er ráð fyr­ir að hag­vöxt­ur í ár verði aðeins 2,5%," segir í viðtengdri frétt. Aðeins?

Ef hagkerfi vex um 2,5 prósent árlega er það prýðileg frammistaða, hóflegur vöxtur.

Hótað er 4,8% vexti á næsta ári. Það heitir þensla, er illkynja hagvöxtur sem skapar meiri eymd en velsæld.

Það á að stíga á bremsurnar, hækka vexti og kæla hagkerfið. Annað er óábyrgt og veldur aðeins leiðindum.


mbl.is Skuldasöfnun heldur áfram til ársloka 2025
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband