Meghan-áhrifin, frekjan og fórnarlambið

Konur ætla að gera gott mót á framboðslistum íslenskra stjórnmálaflokka fyrir haustkosningarnar. Ekki síst hjá Samfylkingu. Guðmundur Andri stendur upp fyrir Þórunni; Ágúst Ólafur var með múður og var hent út.

Í menningunni er almennt litið á karla sem tillitslausar frekjur, ef ekki þaðan af verri eintök af manneskju. Konur á hinn bóginn eru fórnarlömb. Öllum ber að leggjast á eitt að rétta hlut þeirra.

Það má kalla þetta Meghan-áhrifin, í höfuðið á forréttindakonu sem ekki fékk vilja sínum framgengt í bresku konungsfjölskyldunni. Óðara var Windsor-fjölskyldan stimpluð sem rasískt kvenhatursstóð.

Valdefling meintra fórnarlamba er áhugaverð félagspólitísk samfélagstilraun. Þegar konur verða valdhafar geta þær ekki lengi enn verið fórnarlömb. Nema, ef til vill, sinnar eigin velgengni. Það sérstök tegund af eymd. Eins og konur vita manna best.

 

 


mbl.is Mikill meirihluti skipaði Þórunni í fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Rosalegt lýðræði er viðhaft í þessuasri Samfylkingu.Alger eining flokksmanna blasir við, Logi óumdeildur auðpvitað em mesti krati allra tíma með Degi B á búilstæðunum. Munur en fastistaflokkarnir til hægri. Gústi "gr...." úti og Guðmundur andri frændi

Halldór Jónsson, 12.3.2021 kl. 08:40

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Vonandi blasir ekki við sams konar stjórnarfar valdníðslunnar og tíðkast í Skotlandi fari svo að Samfylkingin komist að. Reyndar er fleira en brottvikning Einars Kárasonar og þeirra af lista sem kemur upp í hugann. Samfylking er ekki lengur sósíaldemókratískur flokkur. Flokkurinn sver sig í ætt við vinstri sósíalista (Corbynistana). Líklega hefur enginn flokkur í Evrópu opin landamæri sem stefnu í raun. - Búum okkur undir hið versta.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 12.3.2021 kl. 11:47

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fórnarlambakúltúrinn þjónar þeim tilgangi að koma í veg fyrir gagnrýni. Konur eru fórnarlömb karlaveldisins og því friðhelgar. Útlendingar, sérstaklega þeir sem fæddir eru eða eiga ættir að rekja utan Evrópu eru líka friðhelgir (ekki þó Asíubúar). Sérstaklega ef þeir brjóta af sér og því stærra sem brotið er, jafnvel gegn öðrum fórnarlambi, því heilagri verða þeir. Allir sem gagnrýna framkomu þessara fórnarlamba eru fasistar eða rasistar eða kvenhatarar ef ekki allt í senn.

Milljónamæringar í BNA, eins og Meghan, og aðrir sem byggja vald sitt á peningum og pólitík hafa komið auga á þennan möguleika til friðhelgi. Nú hafa líka bæst í hópinn blaða- og fréttamenn stóru fjölmiðlasamsteypanna sem gera kröfu um að netþjónar þaggi niður í gagnrýnisröddum þeirra sem nú stunda frjálsa fjölmiðlun. Á eigin reikning og aðstoð þeirra sem fjárframlögum styðja sjálfstæðan rekstur. Eins leitnin er að taka völdin og fjölgar þá hratt í fórnarlambahópnum.

Allt þetta snýst um að kæfa prent frelsið og frjálsa tjáningu og Wuhanveiran var hvalreki í þeirri viðleitni.

Ragnhildur Kolka, 12.3.2021 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband