Vinstri grænir kolefnisjafni Geldingadalsgosið

Í ógrynni frétta af gosinu við Fagradalsfjall er ekki minnst á koltvísýringinn, CO2, sem ryðst úr iðrum íslenskrar jarðar. Ekki er það svo að fjölmiðlar sé orðnir afhuga loftslagsmálum. Ó, nei, í nótt var RÚV með böggum hildar yfir því að kanadískir íhaldsmenn ,,afneita loftslagsbreytingum."

Við Fagradalsfjall, beint fyrir framan nefnið á RÚV, er í augnablikinu stærsta einstaka koltvísýringsútgufun jarðarinnar. En það er ekki einu sinni á dagskrá að segja loftslagsfréttir af gosinu.

Mun Katrín forsætis ekki vappa á Fagradalsfjall með loftslagshjörðinni og gráta gos líkt og gert var við Ok?

Rýkur Umhverfisstofnun ekki upp til handa og fóta og reiknar út CO2-búskap Íslands eða heldur hún áfram að gera tún að votmýri?

Gera Vinstri grænir ekki kröfu um að ríkisstjórnin kolefnisjafni Geldingadalsgosið?

Þær eru margar spurningarnar en fátt er um svör.

 

 


mbl.is Fá betri mynd á kvikusöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband