Bretar útilokaðir frá Íslandi vegna EES

Æ betur kemur í ljós hve misráðið það er að Íslendingar láti Evrópusambandið um að ákveða hvernig samskiptum okkar við útlönd skuli háttað.

Vegna samstarfsins, sem kennt er við Schengen og EES, eru Bretar útilokaðir frá Íslandi. Tylliástæðan er Kínaveiran. En tilfellið er að Bretar standa mun betur að vígi í farsóttinni en Evrópusambandið.

Bretar standa utan Schengen og EES en Ísland er lokað og læst þar inni. Valdhöfum í Brussel dettur ekki í hug að líta til íslenskra hagsmuna þegar málefni ytri landamæra ESB eru ákveðin.

Skýtur skökku við að íslensk stjórnvöld láti yfir sig ganga dynti embættismanna í Brussel fremur en að starfa í þágu lands og þjóðar.


mbl.is Ekki allir bólusettir velkomnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er einhver flokkur hér á landi sem að er með þá skýru stefnu

í því að bakka út úr Schengen?

Kannski Miðflokkurinn?

Jón Þórhallsson, 15.3.2021 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband