Þórdís Kolbrún gerir mistök

Ekki fer vel á því að ráðherra gagnrýni eigin ríkisstjórn. Tvennt má lesa úr slíkri gagnrýni. Í fyrsta lagi að ekki sé hlustað á ráðherra á ríkisstjórnarfundum, hann sé léttvigt. Í öðru lagi að ráðherra sé á leið í stjórnarandstöðu.

Kínaveiran og sóttvörnin gegn henni gengur ekki að neinni uppskrift vísri. Stjórnvöld um allan heim eru í vanda og sum í verulegum vandræðum að kljást við veiruna.

Íslensk stjórnvöld, þökk sé þríeykinu, hafa staðið sig betur en nær allar aðrar ríkisstjórnir.

Þórdís Kolbrún vill hvorki vera léttvigt né í stjórnarandstöðu. Því ætti hún að tala ríkisstjórnina upp en ekki niður.


mbl.is Gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit nýtist Bretum, ESB nýtist ekki Evrópu

Af stórþjóðum Vestur-Evrópu koma Bretar best undan Kínaveirunni. Meginlandsþjóðirnar eru fastar í fádæma klúðri Evrópusambandsins að nota farsóttina til að aukinnar miðstýringar.

Þrátt fyrir að faraldurinn sýni svart á hvítu að staðbundið yfirvald nær betri tökum á farsóttinni en miðstýrt yfirþjóðlegt vald reynir embættismannaveldið í Brussel sitt ítrasta að hirða leifarnar af fullveldi aðildarríkja sambandsins.

Öllum er þetta ljóst - nema kannski fáeinum ESB-þingmönnum á alþingi Íslendinga.

 


mbl.is Bretar frelsinu fegnir og ferðast innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingsfrelsi og lýðræði í mótsögn

Ofur-einstaklingshyggja grefur undan lýðræðinu. Getur það verið? Jú, líklega, segir blaðamaðurinn Melanie Phillips í breskum umræðuþætti með yfirskriftinni ,,Boðar vaxandi einstaklingshyggja endalok lýðræðis?"

Lýðræðið sem við búum við, fulltrúalýðræði, gerir ráð fyrir að við eigum sameiginlega menningu og stofnanir sem eru umgjörð um samfélagið. Ofur-einstaklingshyggja, á hinn bóginn, á ekkert sameiginlegt með öðrum. Hún er sjálfri sér nóg og blind á samfélagið.

Umræðan hér heima gefur til kynna endurskoðun á einstaklingsfrelsi. Í nýlegu viðtali talar Hannes Hólmsteinn Gissurarson fyrir ,,frjálslyndri íhaldsstefnu". Hér áður var fremur talað fyrir ,,frjálshyggju" - sem þýddi oftast óhefluð einstaklingshyggja.


Bloggfærslur 30. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband