Jóhannes og suður-afríska mafían

RÚV vann Kveiks-þáttinn um meinta spillingu Samherja í Namibíu í samvinnu við arabíska fjölmiðilinn Al Jazeera. Í frétt Al Jazeera er frásögn af samskiptum uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar við suður-afrísku mafíuna. Þar segir:

In the months before July 2016, when Johannes departed Namibia for good, he spent some time in Cape Town, South Africa, where he undertook negotiations with a local businessman, Allie Baderoen, who was interested in entering into a business partnership with Samherji in the South African fishing industry. While the negotiations ultimately led nowhere, these relationships were to have serious consequences for Johannes life, as he came to appreciate the interconnected worlds of business and the mafia in South Africa.

Í framhaldi segir af náinni vináttu Jóhannesar við fyrrum kongólskan hermann, Christian Yema Y'Okungo, sem starfar í öryggisþjónustu í Suður-Afríku. Þeir tala saman daglaga og ávarpa hvorn annan sem ,,bróðir". Vinurinn skaffar íslenska hugsjónamanninum lífvarðaþjónustu.

Jóhannes er sem sagt áhugamaður um ,,samtvinnaðan heim viðskipta og mafíu í Suður-Afríku" og á fyrrum hermann fyrir einkavin.

Í ofanálag, samkvæmt Al Jazeera, ætlar Jóhannes að bjarga Afríku, já heimsálfunni, frá spillingu.

Allt hljómar þetta nokkuð reyfarakennt. Tölvupóstar Jóhannesar eru án efa fjársjóður fyrir skáldsagnahöfund sem gengur bók í maganum. Vinnuheitið: ,,Nonni bjargar Afríku frá spillingu - með hjálp mafíunnar." Helgur Seljan færði í letur.

 


mbl.is Ætla að birta pósta Jóhannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

*The plot thickens* það kemur sífellt betur í ljós hversu spillt Afríka er. Hef ekki haft fyrir því að fylgjast með þessu máli. Aðeins fylgst með fyrirsögnum, en hIngað til hefur litið út fyrir að lífsháskinn sem Jóhannes á að hafa búið við stafi frá Samherja. Þessi pistill opnar hins vegar á að Viðskipti Jóhannesar hafi verið þess eðlis að Þjónusta hennar hátignar hefði þurft að senda inn sinn mann. Er kannski farið að falla á geislabaug heilags Jóhannesar?

Ragnhildur Kolka, 5.12.2019 kl. 11:19

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Samtökin "Angola Reflection Platform" finnast ekki á leitarvélum nema hjá einum erlendum fjölmiðli sem segir að "leynisamtökin" vilji slíta viðskiptum við Ísland. Sjá frétt Mbl. Fjölmiðillinn segir einnig frá áhyggjum foreldra af hamfarahlýnun sem senda skýr skilaboð á loftlagsráðstefnuna í Madrid.

Our children are being handed a broken world on the verge of climate chaos and ecological breakdown.

Fréttirnar - um slit á viðskiptum við Ísland og áhyggjur foreldra af hamfarahlýnun eru lygilegar. 

Benedikt Halldórsson, 5.12.2019 kl. 13:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ragnhildur Kolka. Hvaða geislabaug ert þú að meina? Maðurinn hefur frá upphafi gengist við því að vera meðsekur.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2019 kl. 13:43

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hann var hetjan í Kveik þættinum og tækifærismennska vinstrimanna er alkunn. Glæpir verða gjarnan að hetjudáð þegar framdir af þeirra mönnum. Líttu bara á Báru.

Ragnhildur Kolka, 5.12.2019 kl. 16:18

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig dróstu þá ályktun að maður sem kom fram í sjónvarpsþætti og játaði að vera meðsekur um refsivert athæfi væri einhver hetja?

Það hvað þér eða einhverjum öðrum kann að finnast um einstaka persónur og leikendur, breytir engu um sjálft efni málsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2019 kl. 16:31

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er ekki ætlast til að greiðendur ríkissjónvarps myndi sér skoðun á "reyfurum" sögðum í fréttatengdum þáttum RÚV?Er ekki líklegt að hetjan sem játar sig meðsekan um refsivert athæfi ávinni sér afláts umræðu um sinn hag? Vitað er að málið allt í vinnslu og eg les að víða að hann haldi eftir talsverðum tölvupóstum sem gagnlegir eru í uppgjör þessa máls.     

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2019 kl. 02:17

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

*Elementary* kæri Guðmundur. Ég dreg þá ályktun af hvernig fréttin var matreidd, af hverjum og skilningi mínum á mannlegu eðli. 

Ragnhildur Kolka, 6.12.2019 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband