Logi: Ísland er ónýtt

Logi formaður Samfylkingar segir Ísland vont land. Hér er ,,kerfisbundið misrétti", þeir ríku haldi landinu í heljargreipum misréttar og alþýða manna lepji dauðann úr skel.

Skotmark Loga er krónan og fullveldið. Hvorutveggja verði að farga til að hægt sé að innleiða sæluríkið ESB-Ísland. Í því skyni eru komin ný þingmannsefni í Reykjavík og Kraganum sem sérhæfa sig að hallmæla samfélaginu sem fóstraði þau.

Tilboð Loga og Samfylkingar til kjósenda er að sjá ömurleika í hverju landshorni og fyllast vanmetakennd yfir öllu sem íslenskt er. Logi veit af flokksreynslu að þegar hópur fólks fyllist sjálfsfyrirlitningu og ístöðuleysi er búið í haginn fyrir hreinsanir. Markmið formannsins er að ná völdum í haust yfir þjóð á vonarvöl sem örvæntir um framtíðina. Eilíf sæla sem hjálenda Evrópusambandsins er kosningaloforð Samfylkingar-Loga. 

Við hin sem munum vel samfélagstilraunir vinstristjórnarinnar kjörtímabilið 2009-2013 vitum fyrir víst sannindin í eftirfarandi slagorði: Betra Ísland án Samfylkingar.


mbl.is Misrétti, ójöfnuður og því miður fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband