Jón Þór grunar sjálfan sig um trúnaðarbrot

Píratinn Jón Þór biður um rannsókn á sjálfum sér, hvort hann hafi sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis brotið trúnað. Með orðum Jón Þórs:

Ég hef engu að síður óskað eft­ir því að skrif­stofa Alþing­is kanni hvort, og þá hvar, form­leg mörk liggja í þess­um mál­um. Hvenær trúnaður sé rof­inn og hvenær ekki. Jafn­framt hef ég upp­lýst for­seta Alþing­is um málið og mik­il­vægi þess að fá úr þessu skorið.

Málið er fremur einfalt. Sem þingmaður og nefndarformaður fær Jón Þór trúnaðarupplýsingar. Hann brýtur trúnað, fer með upplýsingarnar í fjölmiðla. Það er trúnaðarbrot.

Í þessu máli er Jón Þór sekur eins og syndin. Að hann biðji um rannsókn á sjálfum sér er í senn játning og ákall um vægð. Rislágur þingmaðurinn er of lítill til að viðurkenna hreint út að hann braut af sér og biðjast afsökunar.


mbl.is Jón Þór Ólafsson vísar trúnaðarbresti á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband