Orð og veruleiki eldgoss

,,Ræfilslegt" og ,,pínulítið" eru orð höfð um eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Sérfræðingar og yfirvöld eru í samstöðu að gera sem minnst úr eldsumbrotunum. Kannski er það til að sefa ótta almennings, kannski til að hemja löngun margra að berja gosið augum og fara sér í voða í leiðinni.

Ef álíka gos og nú stendur yfir yrði nærri byggð væri það óðara kallað hamfaragos. Við metum atburði eftir afleiðingum þeirra. 500 metra eldspúandi gjá fjarri byggð og mannvirkjum er saklaus en lægi gjáin nærri mannvist yrði gripið til sterkra lýsingarorða. Þar með yrði skilningurinn annar og vekti tilfinningar kröftugri en léttúð og kæruleysi.

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, segir máltækið. Púðurhvellurinn i Geldingadal er orðinn hættulegur höfuðborg Íslands í erlendum fjölmiðlum. ,,Icaland volcano: eruption under way in Fagradalsfjall near Reykjavik," segir Guardian. ,,Vulkan nahe Islands Hauptstadt Reykjavik ausgebrochen," skrifar Die Welt.

Orðin sem við notum um atburði móta skilning okkar. Væntingar og ótti eru með í spilinu. Rýmingaráætlun var fyrir Grindvíkinga ef gosið yrði nærri byggð. Samhengi hlutanna skiptir sköpum. Séð frá útlöndum er gosið við túnfót Reykjavíkur.

Góðu heilli virðist Geldingadalsgosið hættulaust sjónarspil náttúrunnar. Haldi það áfram höfum við eitthvað að ræða annað en kófið.

 

 


mbl.is „Pínulítið gos“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband