Ástleysi forréttinafólks

Sumir þurfa ekki að dýfa hendi í kalt vatn en lifa samt í vellystingum. Tildurrófur af þessari sort hafa ekki verðleika í samræmi við þjóðfélagsstöðu og lífsgæði. Til að réttlæta stöðu sína gagnvart meðbræðrum og systrum þarf forréttindafólkið ást og aðdáun.

Við skort á elsku og virðingu afhjúpast hégómi, fordild og andverðleikar þeirra sem fæddir eru til að fleyta rjómann af lífinu.

Hvað er til ráða? Jú, auðvitað, gera sjálfan sig að fórnarlambi afla sér þannig aumingjagæsku.


mbl.is Kynþáttahatur fjölmiðlanna stærsta ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessi hnífur sker á báða vegu Páll:

Að fæðast inn í konungsfjölskyldu er ekki auðvelt. Þú getur til dæmis ekki orðið trésmiður og gert það að ævistarfi, sért þú sá sem fæðist til bera á kyndilinn áfram. Eru þessi örlög forréttindi? Varla nema að hluta til.

En þjóðin vill hafa þetta svona, og þá eiga þeir flóðlýsingarsjúkir sem giftast inn í þessa fjölskyldu ekki að koma með dýnamít með sér inn í hana. Það fólk verður að sætta sig við að hlutverk þess er að hlýða og halda kjafti, því þar með eru örlög þess orðin kæft, trit og retning: AGI!

Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2021 kl. 08:13

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þekkt var hægt að hafa góðar tekjur af fyrirlestrar ferðum í USA jafnvel svo miklar að sumir fyrrum forsetar hækkuðu í launum eftir að embættistíð þeirra lauk. Meðal annars þá borgaði Olav Palme öll skólagjöld sonar síns í USA með einum fyrirlestri en "gleymdi" svo að vísu að telja það fram sem tekjur á skattaskýrslunni.

Getur verið að í dag sé greitt vel fyrir að koma fram í spjallþáttum?
Allavega þá var margoft minnst á vörumerkið þeirra skötuhjúa í viðtalinu og miðað við hvað auglýsingartíminn kostaði í Super Bowl þá fengu þau vel greitt í fríðindum fyrir frammistöðuna.

Grímur Kjartansson, 9.3.2021 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband