Alþingi biðji Geir afsökunar á ákæru

Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra var dæmdur í landsdómi 2012 fyrir embættisverk í aðdraganda hrunsins 2008. Ákæran á hendur Geir var pólitísk, á forsendum sitjandi meirihluta á alþingi, ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Óréttmætt var að ákæra stjórnmálamenn fyrir embættisverk sem unnin voru innan ramma laga og í góðri trú. Margt fór miður í aðdraganda hrunsins og það gildir líka um eftirmálin. Ákæran á hendur Geir stendur upp úr mistökum eftirhrunsins.

Sigmundur Davíð heldur málinu vakandi og leggur til að alþingi biðji Geir afsökunar ákærunni. Geir yngist ekki, frekar en við hin. Það væri mannsbragur á þingmönnum er sitja alþingi í dag að viðurkenna að ákæran var byggð á röngum forsendum. Einmitt sökum þess að Geir er enn hérna megin eilífðarinnar og all nokkrir sitja enn á þingi sem greiddu ákærunni atkvæði sitt. Alþingi situr uppi með þá skömm að hafa gert pólitík að glæp. Þingheimur allur yxi í áliti að breyta rétt í þessu máli.


Tíminn, jörðin og maðurinn

Jörðin er eitthvað 4,6 milljarða ára, mælt í mannárum. Síðdegis í gær var tilkynnt að eldsumbrot gætu hafist innan fárra klukkustunda. Hálfum sólarhring síðar er fátt að frétta.

Á mælikvarða jarðsögunnar er sólarhringur varla brot úr augnabliki. Vísindamenn reyna hvað þeir geta að tímasetja jarðhræringar en það er snúið verkefni. Eldgos gæti hafist áður en síðasti punkturinn er settur á þetta blogg. En hitt er möguleiki að nokkur bið verði.

Væntar hamfarir á Reykjanesi eru lexía um óvissuna sem fylgir að búa á henni jörð.


mbl.is Óróinn og virknin að færast í aukana á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband