Krakkarnir brjálaðir ef mamma og pabbi eru rukkuð

Skattgreiðendur á Íslandi niðurgreiða arfinn sem foreldrar skilja eftir sig þegar þau fara á hjúkrunarheimili sakir elli eða hrumleika. 

„Ríkið kemur ekki til með að geta staðið undir þessu til eilífðar og við þurfum að fara þessa leið sem er farin víða á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Þar einfaldlega borgar þú fyrir þína dvöl að fullu á meðan þú getur gert það,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar.

Gísli Páll útskýrir nánar hvernig þurfi að standa að málum:

Á Íslandi í dag er verið að borga að hámarki fjögur hundruð og eitthvað þúsund en ef þú átt pening og eignir í Þýskalandi þá borgar þú bara þína 1,2 milljónir á mánuði, sem það kostar á Íslandi, þangað til þínar eignir eru búnar...
Ég er ekki að tala um að þeir sem geti ekki borgað fái ekki inni. Ég er bara að segja að þeir sem eiga peninga, þeir eiga að borga. Þeir sem eiga 100 milljóna króna hús, og eru á hjúkrunarheimili í tvö ár. Þó þau borgi 25, 30 eða 40 milljónir. Auðvitað yrðu krakkarnir brjálaðir. Þess vegna þorir enginn stjórnmálamaður á Íslandi að nefna þetta. Ég hef sagt þetta við alla heilbrigðisráðherra síðustu tíu til fimmtán árin. En það þorir enginn að fara í þetta.

Brjálaðir erfingjar og huglausir stjórnmálamenn - en veiðileyfi á skattgreiðendur. 


Grátandi og lífsleið hertogaynja

Þeir ríku, frægu og flottu eiga æ erfiðara líf. ,,Her­togaynj­an af Sus­sex, Meg­h­an Markle, seg­ir að lífið inn­an bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar hafi verið svo erfitt að um tíma hafi hún ekki viljað lifa leng­ur."

Þegar yfirstétt heimsþorpsins á svo bágt að henni er vart hugað líf hlýtur svartnættið eitt að blasa við þeim sem ekki eiga peninga, titla og forsíðuuppslátt.

Já, það er margt mannanna meinið.


mbl.is Lýsti alvarlegri vanlíðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband