VR falsar niðurstöðu formannskjörs

Ragnar Þór segist ,,mjög sáttur" að hafa verið endurkjörinn formaður VR með 65 prósent atkvæða.

Þetta er fölsun.

Á heimasíðu VR kemur fram að samtals greiddu um tíu þúsund félagsmenn atkvæði.

En i VR eru um fimmtíu þúsund félagsmenn. Fréttin á heimasíðu VR þegir þunnu hljóði um arfaslaka kjörsókn. Þetta heitir að ljúga með þögninni.

Sem sagt: þrátt fyrir stífa smölun tveggja fylkinga um yfirráðin í VR greiddu aðeins 20 prósent félagsmanna atkvæði - í rafrænum kosningum. Menn þurftu ekki einu sinni að mæta á kjörstað.

Ragnar Þór fékk 6500 atkvæði í 50 þúsund manna félagi. Á bakvið nýkjörinn formann eru aðeins 13 prósent félagsmanna.

Ragnar Þór hefur ekki umboð til annars en að halda kjafti og vera þakklátur fyrir þægilega innivinnu á góðu kaupi.

Til hamingju, kallinn.


mbl.is Mjög sáttur við niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meghan-áhrifin, frekjan og fórnarlambið

Konur ætla að gera gott mót á framboðslistum íslenskra stjórnmálaflokka fyrir haustkosningarnar. Ekki síst hjá Samfylkingu. Guðmundur Andri stendur upp fyrir Þórunni; Ágúst Ólafur var með múður og var hent út.

Í menningunni er almennt litið á karla sem tillitslausar frekjur, ef ekki þaðan af verri eintök af manneskju. Konur á hinn bóginn eru fórnarlömb. Öllum ber að leggjast á eitt að rétta hlut þeirra.

Það má kalla þetta Meghan-áhrifin, í höfuðið á forréttindakonu sem ekki fékk vilja sínum framgengt í bresku konungsfjölskyldunni. Óðara var Windsor-fjölskyldan stimpluð sem rasískt kvenhatursstóð.

Valdefling meintra fórnarlamba er áhugaverð félagspólitísk samfélagstilraun. Þegar konur verða valdhafar geta þær ekki lengi enn verið fórnarlömb. Nema, ef til vill, sinnar eigin velgengni. Það sérstök tegund af eymd. Eins og konur vita manna best.

 

 


mbl.is Mikill meirihluti skipaði Þórunni í fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband