Tilraunin sumarið 2020 mistókst - ekki endurtaka hana

Í fyrrasumar voru landamærin eins og gatasigti. Hver og einn gat valsað inn í landið að vild. Veiruvarnir á Keflavíkurflugvelli voru til málamynda.

Afleiðingarnar þekkja allir. Í haust lokuðu skólar og fóru rétt að opna um áramót. Háskóli Íslands er enn lokaður nemendum. Íþrótta- og menningarstarf lagðist af.

Þegar sagt er ,,fáum gott ferðasumar" er merkingin þessi: endurtökum tilraunina frá í fyrra, sem mistókst, og vonumst eftir annarri niðurstöðu.

Nei, förum varlega, opnum ekki landið fyrr en óhætt er.


mbl.is Ekki siðferðislega réttlætanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband