Miðvikudagur, 6. febrúar 2019
EES er á lágu plani, Guðlaugur
EES-samningurinn frá 1993 er sniðinn og hannaður fyrir þjóðir sem eru á leið inn í Evrópusambandið.
Austurríki, Finnland og Svíþjóð voru komin inn í Evrópusambandið áður en blekið var þornað af undirskriftinni. Liechtenstein, Noregur og Ísland sátu ein eftir.
Nú ætti Guðlaugur Þór utanríkis, sem í orði kveðnu segist andstæðingur ESB-aðildar Íslands, að kannast við að samningur sem setur Íslendinga í hlutverk hunds í ól Evrópusambandsins sé ekki ýkja merkilegur pappír.
Nema, auðvitað, að Gulli sé laumu ESB-sinni og vilji flytja fullveldið til Brussel í bútum. Næst á dagskrá ESB er að yfirtaka raforkumál Íslendinga með 3. orkupakkanum - í gegnum EES-samninginn.
![]() |
Vill umræðuna um EES á hærra plan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2019
Siðareglur verða ósiðlegar
Starfsstéttir setja sér siðareglur um hvernig starf skulið unnið faglega og á viðurkenndan hátt. Hjúkrunarfræðingar, kennarar, blaðamenn og fleiri stéttir búa við siðareglur.
Nýmæli er að vinnustaður setji reglur um mannasiði starfsmanna. Samgöngustofa virðist ætla að ganga skrefinu lengra og skylda starfsmenn að tilkynna ,,siðferðislega ámælisvert" athæfi.
Nýmælið bætir ekki siðferði en býr til valdheimildir sem auðveldlega má misnota. Ef sést í bringuhár karlmanns gæti viðkvæmum starfsfélaga fundist það siðferðislega ámælisvert. Ef einhver sleikir hníf í mötuneytinu stuðar það ábyggilega suma. Ótal slík dæmi mætti telja upp.
Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum.
![]() |
Skylt að tilkynna siðferðisleg atvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2019
Þjóðhöfðingjar og valdarán; engar einfaldar lausnir
Ísraelska leyniþjónustan drepur ekki þjóðhöfðingja, kemur fram í heimildamynd á Netflix, og byggir viðtölum við innherja Mossad.
Hvers vegna er Maduro forseti Venesúela ekki einfaldlega drepinn? Málið dautt, bókstaflega, og Guaidó tæki við.
Svarið liggur að hluta í greiningu ísraelsku leyniþjónustumannanna: ef einn þjóðhöfðingi er drepinn er komið fordæmi fyrir drápi á þeim næsta. Það vissi á ófyrirséð vandræði. Víst má stytta líf þjóðhöfðingja, en aðeins undir réttum kringumstæðum. Hussein fékk þykjusturéttarhöld í Írak og Gadaffi var tekinn afsíðis af löndum sínum í Líbýu og afgreiddur. En skipulegt morð á þjóðhöfðingja er bannorð.
Dýpri ástæða liggur að baki. Þjóðhöfðingjar, hvort heldur kjörnir eða ekki, eru fulltrúar þjóðarinnar. Assad í Sýrlandi var þægilegt skotmark bandaríska hersins en hann hélt lífi þótt sýrlenski herinn fengi í hausinn bandarískar snjallsprengjur. Hvers vegna? Jú, hann er sem forseti æðsti fulltrúi þjóðarinnar. Þjóðir bera ábyrgð á leiðtogum sínum og þeir á þjóðum sínum.
Maduro forseti Venesúela leggur efnahagskerfi þjóðarinnar í rúst í nafni sósíalisma. Það er ekki næg ástæða til að erlend ríki ræni völdum. Í Norður-Kóreu er kommúnismi og í Sádí-Arabíu ríkir trúarhugmyndafræði frá miðöldum. Engir tilburðir eru til að steypa af stóli valdhöfum með þeim rökum að ráðandi öfl séu ótæk.
Maduro segist vera leiðtogi byltingar. En jafnvel einörðustu stuðningsmenn hans, eins og Ken Livingstone, verða kjaftstopp að reyna að verja eymd almennings í byltingarlandinu.
Engu að síður er Maduro forseti í fullvalda þjóðríki. Og er sem slíkur á ábyrgð þjóðar sinnar. Best er að halda lokinu niðri á öskju Pandóru og leyfa samlöndum Maduro að ráð fram úr vandanum. Annars verður fjandinn laus.
![]() |
Íslensk stjórnvöld styðja Guaidó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2019
Húfan og mittismál Þórhildar Sunnu
Lítil húfa á stórum skrokki segir myndmálið í viðtengdri frétt.
Hver er lýðheilsustefna Pírata?
![]() |
Mótmæltu með Fokk ofbeldi-húfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2019
Bára ekki tilviljun heldur útsendari
Bára einstaklingur segist hafa fyrir tilviljun hljóðritað einkasamtal þingmanna á Klaustri. Aftur tók einhver mynd fyrir Báru sem notuð var til að myndaskreyta fréttir af einkafundi þingmannanna.
Bára sat ekki á Klaustri í um 4 klukkustundir og beið eftir að æfing í Iðnó hæfist, líkt og hún sagði fyrst: ,,hugsaði með mér að það væri fínt að setjast þar aðeins niður fram að æfingunni og fá sér kaffi."
Bára var ekki tilviljun á Klaustri. Bára var útsendari.
![]() |
Segja upptökurnar skipulagða aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2019
Katrín: ESB-umsóknin mistök - hvað með EES?
ESB-umsóknin 2009 var mistök, viðurkennir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Umsóknin var frekja dómgreindarlausasta stjórnmálaflokks í seinni tíma sögu landsins, Samfylkingarinnar.
Forveri Samfylkingar, Alþýðuflokkur, knúði í gegn á alþingi - án þess að spyrja þjóðina - EES-samninginn árið 1993. Þáverandi formaður, Jón Baldvin Hannibalsson, seldi þinginu samninginn eins og skransali með slagorðinu allt fyrir ekkert.
Nú liggur fyrir að vegna EES-samningsins ætlar ESB sér ítök í raforkumálum þjóðarinnar, með 3. orkupakkanum. Það er nokkru meira en ,,ekkert".
Er ekki tímabært að viðurkenna að EES-samningurinn var mistök? Og í framhaldi leiðrétta mistökin.
![]() |
Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. febrúar 2019
Logi: Samfylking er sósíalistaflokkur
Samfylkingin er orðin að sósíalistaflokk undir forystu Loga Einarsson. Formaður notar orðalag beint upp úr kokkabókum Gunnars Smára og félaga þar sem alið er á öfund og blekkingu eins og Logi notar:
tekjuskatt á ofurlaun og auðlegðarskatt á moldríkt fólk.
Í fyrsta lagi er tæplega hægt að tala um ofurlaun hér á landi. Meðallaun í landinu eru um 700 þús. kr. á mánuði og þeir eru ekki margir sem eru á meira en tvöföldum eða þreföldum meðallaunum. Um leið og laun fara yfir 927 þús. kr. á mánuði eru þau komin í hærra skattþrep. Ísland er jafnlaunaland.
Sósíalistinn Logi ætti að temja sér orðræð sem er í betra samhengi við íslenskan veruleika.
![]() |
Veggjöld verst fyrir tekjulága |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 4. febrúar 2019
Skömm, smánun og nafnleysi
Kynferðisbrot er samkvæmt málvenju siðferðisbrot og einatt lögbrot. Á seinni árum er oft talað um að þolendur kynferðisbrota vilji ,,skila skömminni".
Átt er við að þolandinn finni til skammar vegna brotsins (var þetta mér að kenna?) en vilji núna, árum eða áratugum seinna, skila skömminni með því að smána meintan geranda opinberlega.
Til að skömminni sé skilað þarf að fylgja nafn sendanda, þ.e. brotaþola. Nafnlaus ásökun gegn nafngreindum einstaklingi er aftur smánun, refsing sem fjölmiðlar og samfélagsmiðlar úthluta.
Kynferðisbrot eru óverjandi. En það er líka óverjandi að smána nafngreinda einstaklinga með nafnlausum ásökunum.
![]() |
Vöruð við að rugga bátnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 4. febrúar 2019
Fáar fréttir, margir fjölmiðlar, netheimar loga
Flestar fréttir íslenskra fjölmiðla eru byggðar á einni heimild. Ef blaðamaður styðst við tvær heimildir eða fleiri kallar hann það rannsóknablaðamennsku.
Heimildir er oft ekki annað en fésbókarfærsla sem skellt er á fyrirsögn og stundum inngangi. Offramboð af fjölmiðlum leiðir til þess að sífellt ómerkilegri tíðindi þykja fréttir.
Fjölmiðlar velja ekki lengur fréttaefni út frá mikilvægi fyrir samfélagið heldur hinu hvort fréttefnið sé líklegt að fá endurbirtingu eða ,,læk". Samkeppnin leiðir til þess að fréttir er ekki hægt að aðgreina frá fésbókarfærslum. Markmið fréttaskrifa verður að skapa bylgju á samfélagsmiðlum, samanber ,,netheimar loga."
Sannleikurinn er sá að fréttir eru fáar en margir fjölmiðlar eru um hituna. Og nú ætlar ríkið að veita fjölmiðlum fjármuni til að birta fleiri ómerkilegar fréttir. Fáránlegt.
![]() |
Uppsagnir hjá DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. febrúar 2019
Brexit og 3. orkupakkinn
3. orkupakkinn festir Ísland enn frekar en orðið er í klóm Evrópusambandsins. Brexit, úrsögn Breta úr ESB, sýnir svart á hvítu að Brussel-valdið gín yfir lífsbjörg þjóða sem flækjast inn í sambandið.
3. orkupakkinn kæmi inn í íslensk lög í gegnum EES-samninginn, sem við höfum við ESB ásamt Noregi og Liechtenstein.
Framtíðarsamskipti Breta og ESB eftir Brexit eru enn óljós. En allar líkur eru að samið verði um tiltekið fyrirkomulag. Sú niðurstaða verður alltaf betri en EES-samningurinn.
Í stað umræðu um 3. orkupakkann ætti umræðan á Íslandi að snúast um hvernig og hvenær við losum okkur undan EES-samningnum.
![]() |
Konungsfjölskyldan flutt á brott? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)