Brexit og 3. orkupakkinn

3. orkupakkinn festir Ísland enn frekar en orðið er í klóm Evrópusambandsins. Brexit, úrsögn Breta úr ESB, sýnir svart á hvítu að Brussel-valdið gín yfir lífsbjörg þjóða sem flækjast inn í sambandið.

3. orkupakkinn kæmi inn í íslensk lög í gegnum EES-samninginn, sem við höfum við ESB ásamt Noregi og Liechtenstein. 

Framtíðarsamskipti Breta og ESB eftir Brexit eru enn óljós. En allar líkur eru að samið verði um tiltekið fyrirkomulag. Sú niðurstaða verður alltaf betri en EES-samningurinn.

Í stað umræðu um 3. orkupakkann ætti umræðan á Íslandi að snúast um hvernig og hvenær við losum okkur undan EES-samningnum.


mbl.is Konungsfjölskyldan flutt á brott?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Frétt þessi frá Bretlandi sýnir svo ekki verður um villst,að Ísland er í hættu að verða aldrei aftur hamingjusamasta þjóð í heimi(miðað við alþjóða kannanir á seinustu öld)... Þrátt fyrir strit og hamfarir..  En markmið Íslendinga nú snýst um að njóta ávaxtana af dugnaði sínum og ráðdeild sem fullvalda þjóð og hafna festum með yfirþjóðlega sambandinu ESB. - 

Orkupakkinn er auðvitað ekkert nema skref á leið inn í ESB. Þeir hafa kynnst mótþróa Íslendinga gegn Icesave og einarðri þjóðarást,þess vegna bjóða þeir blindum ráðamönnum eina sneið í einu. Sammála þér Páll,hlaupum yfir #3,#4 og alla bútana og ræðum um úrsögn EES. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2019 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband