Vinstri grænir setja náttúruna á markað, segir Þórdís ráðherra

Þórdís iðnaðarráðherra fær umboð Vinstri grænna að selja útlendingum íslensk fallvötn undir formerkjum markaðsvæðingar raforkumála.

Þórdís segir þriðja orkupakkann ,,markaðspakka" sem Vinstri græni hafi samþykkt í ríkisstjórn.

Ef þetta er rétt þá er orðin stefnubreyting hjá Vinstri grænum, sem fáir vissu af. Og alls ekki kjósendur flokksins.


mbl.is Hefja viðræður um kaup á Landsneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn vildu þjóðargjaldþrot

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. vann markvisst að þjóðargjaldþroti eftir valdatöku vorið 2009. Icesave-samningarnir voru liður í þjóðargjaldþrotastefnu vinstrimanna.

Þjóðargjaldþrotið var liður í þeirri stefnu Jóhönnustjórnarinnar að veikja andstöðuna við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og uppstokkun stjórnskipunar með því að afnema gildandi stjórnarskrá.

Í nafni þjóðargjaldþrotsins voru útlendingum gefnir bankarnir og skrifað var upp á texta í anda uppgjafar Þjóðverja í fyrra stríði sem kennd er við Versali.

En, sem sagt, þjóðin hafnaði þrotastefnu vinstrimanna. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur þurfti til, slíkur var ásetningur Jóhönnustjórnarinnar að keyra Ísland í þrot.


mbl.is Icesave var á máli Versala-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælaskóli Gunnars Smára

,,Áhugafólk um mótmæli", sækir námskeið hjá Gunnari Smára. Virkum í athugasemdum býðst vettvangur að láta til sín taka á götum og torgum með mótmælaspjöld í hendi.

Þeir sem lemja lyklaborðið einir heima fá tækifæri að hitta sálufélaga er brenna í skinninu að mótmæla öllu heimsins óréttlæti. Ekki síst tómleika eigin tilveru.

Gunnar Smári skaffar slagorðin: kúgun, auðvald og arðrán. Ef þeir virku eru heppnir býður Smárinn þeim kannski heim í 125 milljón króna kotið.

 

 


mbl.is „Hverju eigum við að mótmæla og hvernig?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband