Áróður á kjörstað - skrípaleikur verkó

Það þætti ekki gott lýðræði ef þingmenn leiddu kjósendur inn i kjörklefana eða otuðu að þeim kjörkassa í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu.

Sólveig Anna á formannslíf sitt í Eflingu undir því að félagsmenn kjósi ,,rétt". Hún ferðast á milli kjörstaða í beinni útsendingu samfélagsmiðla í leit að uppákomum um leið og hún falast eftir atkvæðum.

Þessi skrípaleikur sýnir að verkalýðshreyfingin er orðin að skopmynd af sjálfri sér.


mbl.is Segist ekki hafa meinað fólki að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa til tekjur er vinna, Sólveig Anna

Þeir sem stunda atvinnurekstur búa til tekjur, fyrir sjálfa sig og aðra. Og það er vinna að stunda rekstur. Sólveig Anna formaður Eflingar segir

„Tekjurnar hafa ekki runnið í vasa þeir sem vinna vinnuna“

Ferðaþjónustufyrirtæki verða ekki til án vinnu. Maður þarf að vera sósíalisti til að skilja ekki jafn einföld sannindi.

Líklega trúir Sólveig Anna að peningar vaxi á trjánum. 


mbl.is Útreikningar þrætuepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES: aukið framsal á fullveldi

Fyrirhuguð útvíkkun á þjónustutilskipun EES-samningsins felur í sér að lög og reglur á Íslandi verða að fá fyrirfram samþykki í Brussel.

Málið er tekið upp í leiðara norska dagblaðsins Nationen. Þar kemur fram að tilskipunin nær yfir lög og reglur ríkis og sveitarfélaga sem áhrif hafa á innri markað Evrópusambandsins.

Í gegnum EES-samninginn er Ísland aðili að innri markaði ESB. Tilskipunin mun fela í sér að lög og reglur íslenska ríkisins og sveitarfélaga verða að fá samþykki í Brussel áður en þær taka gildi á Íslandi.

EES-samningurinn var upphaflega gerður fyrir þjóðir á leið inn í ESB. Á seinni árum er samningurinn notaður til yfirtaka fullveldi Íslands. Þriðji orkupakkinn gerir ráð fyrir að yfirstjórn raforkumála flytjist til Brussel og núna ætlast ESB til þess að lög og reglur taki ekki gildi nema með samþykki framkvæmdastjórnarinnar.

Löngu tímabært er að Ísland hefji skipulega vinnu að komast undan EES-samningnum. Áður en það verður um seinan.


Bloggfærslur 25. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband