EES er á lágu plani, Guðlaugur

EES-samningurinn frá 1993 er sniðinn og hannaður fyrir þjóðir sem eru á leið inn í Evrópusambandið.

Austurríki, Finnland og Svíþjóð voru komin inn í Evrópusambandið áður en blekið var þornað af undirskriftinni. Liechtenstein, Noregur og Ísland sátu ein eftir.

Nú ætti Guðlaugur Þór utanríkis, sem í orði kveðnu segist andstæðingur ESB-aðildar Íslands, að kannast við að samningur sem setur Íslendinga í hlutverk hunds í ól Evrópusambandsins sé ekki ýkja merkilegur pappír.

Nema, auðvitað, að Gulli sé laumu ESB-sinni og vilji flytja fullveldið til Brussel í bútum. Næst á dagskrá ESB er að yfirtaka raforkumál Íslendinga með 3. orkupakkanum - í gegnum EES-samninginn.


mbl.is Vill umræðuna um EES á hærra plan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðlaugur Þór hefur sýnt það svo ekki verður um villst, að hann er ansi tvöfaldur í roðinu, svo ekki sé nú kveðið fastar að orði, gagnvart ESB.  Og miðað við það sem hann sagði á ráðstefnunni um EES samninginn í HR í dag, er ekki við því að búast að hann hreifi legg eða lið gegn því að ESB nái hér fullum yfirráðum.  Sjálfsagt er búið að lofa honum góðri stöðu í Brussel og jafnvel fær Ágústa líkamsræktarstöð.......

Jóhann Elíasson, 6.2.2019 kl. 19:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þið virðist ekki hafa verið á þessum fundi.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2019 kl. 21:23

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég gat nú ekki skilið annað af tali Utanríkisráðherra en að hann væri  hlynntur EES samningnum eða er það misinni hjá mér að hann væri á nákvæmlega sama máli og Ólafur Stephensen, sem er einn harðasti ESB maðurinn hér á landi.  Ef ég hefði tekið eftir þér á þessum fundi Guðmundur, hefði ég heilsað upp á þig......

Jóhann Elíasson, 6.2.2019 kl. 22:39

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

misminni, afsakið fljótfærnina.

Jóhann Elíasson, 6.2.2019 kl. 22:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já hlýtur að vera misminni ef þú varst á fundinum.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2019 kl. 23:50

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við sem höfum hlustað á utanríkisstjórann ár eftir ár á þingi og í "Heimastjórn" INN sjónvarpsins,þekkjum vel muninn á blæbrigðum rómsins hvort hann er hæstvirtur ellegar óbreyttur. Nokkuð áreiðanleg vísbending þegar verja skal stöðuna og andmælendur ekkert til að hræðast.      

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2019 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband