Lýðræði vont fyrir Afríku

Lýðræði virkar ekki án lestrarkunnáttu. Afríka, að stórum hluta, kann ekki að lesa. Afríka þarf kínversku leiðina, sterkan góðviljaðan leiðtoga sem vísar veginn.

Salif Keita, einn ástsælasti tónlistarmaður Afríku, segir ofanritað í viðtali við vinstriútgáfuna Guardian.

Hægt en örugglega rennur upp fyrir fólki, bæði á vesturlöndum og um víðan heim, að vestrænt lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur. Það verður til undir ákveðnum sögulegum kringumstæðum og hentar illa til útflutnings á framandi menningarsvæði.

Raunar sýnir lýðræðið þreytumerki þessi árin í frumheimalöndum sínum í Evrópu og Bandaríkjunum. Lýðræðið þolir illa þá pólitíska upplausn sem finna má víða á vesturlöndum. Ótímabært er þó að gefa út dánarvottorðið.


Óreiðuvinstrið fær liðsauka

Rósa B. þingmaður Vinstri grænna gengur formlega til liðs við óreiðuvinstriflokkana Samfylkingu og Pírata.

Óreiðuvinstrið þrífst á uppákomum og kyndir undir ósætti í samfélaginu.

Valið stendur á milli óreiðu og yfirvegunar.


mbl.is Rósa Björk kaus með stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í fordyri helvítis

Helvíti er trúarhugmynd, sem ekki byggir á neinu nema ímynd í huga þeirra sem nota orðið. Æðsti maður leiðtogaráðs ESB er haldinn þeirri hugmynd að helvíti sé utan virkismúra Brusselvaldsins.

Trúarsannfæring valdsins leyfir ekki málamiðlanir. Fólk er annað hvort gott eða illt, ekkert þar á milli. Þjóðir sem ekki sitja og standa eins og handhafi sannleikans býður eru samkvæmt skilgreiningu haldnar villutrú. Á miðöldum var þannig fólk brennt lifandi; á 20. öld leitt fyrri aftökusveit. Æðsti prestur ESB, Donald Tusk, kemur frá þjóð sem missti menntamenn sína í í blóðorgíu í Katyn-skógi laust fyrir miðja síðustu öld; þeir voru ekki réttrar trúar.

Ísland er með EES-samningnum í fordyri helvítis. Löngu tímabært er að segja upp samningnum. Trúardeilur fara vaxandi í Evrópu. Við vitum ósköp vel hverjar afleiðingarnar verða.

 


mbl.is „Sérstakur staður í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband