Fáar fréttir, margir fjölmiðlar, netheimar loga

Flestar fréttir íslenskra fjölmiðla eru byggðar á einni heimild. Ef blaðamaður styðst við tvær heimildir eða fleiri kallar hann það rannsóknablaðamennsku.

Heimildir er oft ekki annað en fésbókarfærsla sem skellt er á fyrirsögn og stundum inngangi. Offramboð af fjölmiðlum leiðir til þess að sífellt ómerkilegri tíðindi þykja fréttir.

Fjölmiðlar velja ekki lengur fréttaefni út frá mikilvægi fyrir samfélagið heldur hinu hvort fréttefnið sé líklegt að fá endurbirtingu eða ,,læk". Samkeppnin leiðir til þess að fréttir er ekki hægt að aðgreina frá fésbókarfærslum. Markmið fréttaskrifa verður að skapa bylgju á samfélagsmiðlum, samanber ,,netheimar loga."  

Sannleikurinn er sá að fréttir eru fáar en margir fjölmiðlar eru um hituna. Og nú ætlar ríkið að veita fjölmiðlum fjármuni til að birta fleiri ómerkilegar fréttir. Fáránlegt.

 

 


mbl.is Uppsagnir hjá DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband