Þorsteinn Már vill hefnd en ekki réttlæti

Seðlabanki Íslands undir forystu Más Guðmundssonar stýrði íslensku krónunni í höfn eftir ólgusjó hrunáranna, þar sem Þorstein Már Samherjasnillingur fokkaði upp eins og 1/3 af fjármálakerfi landsins - sem handlangari Jóns Ásgeirs Baugsstjóra.

Þorsteinn Már er í persónulegri hefndarför gegn Má. En það er ekki Már sem ber nokkra ábyrgð á mesta klúðri Þorsteins, gjaldþroti Íslandsbanka 2008.

Í stað þess að herja á Má vegna tittlingaskíts, 15 millj. kr. sektar, ætti Þorsteinn Már að þakka Má fyrir að hreinsa upp eftir hrunið. En Þorsteinn er of lítill maður til að að sjá réttlætið. Hann vill hefnd.


mbl.is Bréf Más lýsi „sjúklegri þráhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling hótar og rógber

Efling hótar verkföllum gegn Ístak, sem varð að segja upp starfsfólki vegna slæmrar verkefnastöðu. Efling ber út róg um ferðaþjónustuna, segir formaður fyrirtækja í hótel- og gistihúsarekstri.

Hótanir og rógur eru verkfæri sem sósíalistum í Eflingu eru töm.

Hvorugt skilar launafólki betri lífskjörum. Enda stendur það ekki til. Forysta Eflingar er í pólitík, ekki kjarabaráttu.


mbl.is 56 missa vinnuna hjá Ístaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða fólkið og ógeðssamfélagið

Tilvera góða fólksins byggist á þeirri sannfæringu að aðrir séu vondir. Mest lesna efnið á RÚV er pistill sem segir í lokaorðum: 

Kjarabarátta verkalýðsins veturinn 2019 snýst í hjarta sínu ekki um hærri laun, heldur er hún pólitísk barátta gegn ríkjandi samfélagsgerð. Undir henni kraumar tilfinningin fyrir því að þótt Ísland sé gott og öruggt samfélag á yfirborðinu, skárra en mörg önnur, þá sé það engu að síður ógeðslegt og gegnsýrt af misskiptingu og skinhelgi.

Góða fólkið ætlar sem sagt að uppræta eitthvað sem ekki er til, þ.e. misskiptingu á Íslandi. Hvernig verður það gert? Jú, með ímyndinni um misskiptingu og djúpri sannfæringu um að á bakvið standi vont fólk, - sem þarf að uppræta.


Bloggfærslur 27. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband