Sæland nýjasti sósíalistinn

Þeim fjölgar sem kenna sig við sósíalisma. Logi formaður Samfylkingar talar sósíalískt og núna Inga Sæland sem er Flokkur fólksins.

Framboð af pólitískri orðræðu er takmarkað á íslensku. Gunnar Smári bjó til nokkra orðaleppa sem klæddu öfund og vanmetakennd í sósíalískan búning. Og ístöðulitla fólkið fylgir svarta forystusauðnum.

Aumt, en með ákveðið skemmtanagildi.

 


mbl.is Kusu ekki „auðkýfinginn Sigmund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið og unga fólkið

Hópur ungs fólks stofnar samtök í þeim tilgangi að ræða ríkið og hlutverk þess andspænis einstaklingnum. Ríkið er margrætt orð. Quentin Skinner, áhrifamikill hugmyndasagnfræðingur, segir segir ekkert samkomulag um merkingu orðsins.

Vegna margræðninnar þýðir ríkið ólíka hluti fyrir ólíka hópa. Sósíalistar líta á ríkið sem verkfæri til að jafna lífskjör. Frjálshyggjumenn telja ríkið ógna einstaklingsfrelsinu. Fyrir íhaldsmenn er ríkið nauðsynlegt fyrir stöðugleika og til að vernda samfélagsskipun.

Ungt fólk þarf áskoranir. Og það ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar ríkið er annars vegar.


mbl.is Samtök stofnuð vegna sósíalískra afla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB ógnar tilvist stjórnmálaflokka

Báðir kjölfestuflokkar Bretlands, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, standa frammi fyrir klofningi vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit.

Evrópusambandið er stórhættulegt pólitískum stöðugleika aðildarríkjanna. Valdheimildir sem ESB hefur yfir lífsbjörg aðildarríkja eru miskunnarlaust notaðar til að grafa undan lögmætum stjórnvöldum.

Landamæraeftirlit milli Írlands, sem er ESB-ríki, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, er gert að óleysanlegum hnút. Þó eru fyrirmyndir að landamæraeftirliti milli Svissi og ESB-ríkja annars vegar og hins vegar landamæri Noregs og Svíþjóðar. 

En af hálfu ESB er ekki vilji til að leysa deiluna. ESB elur á sundrungu í Bretlandi enda má sambandið ekki til þess hugsa að Brexit heppnist. Það skapar slæmt fordæmi, aðrar þjóðir gætu fylgt fordæmi Breta.


mbl.is Breyttur samningur ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband