Brexit og 3. orkupakkinn

3. orkupakkinn festir Ísland enn frekar en orðið er í klóm Evrópusambandsins. Brexit, úrsögn Breta úr ESB, sýnir svart á hvítu að Brussel-valdið gín yfir lífsbjörg þjóða sem flækjast inn í sambandið.

3. orkupakkinn kæmi inn í íslensk lög í gegnum EES-samninginn, sem við höfum við ESB ásamt Noregi og Liechtenstein. 

Framtíðarsamskipti Breta og ESB eftir Brexit eru enn óljós. En allar líkur eru að samið verði um tiltekið fyrirkomulag. Sú niðurstaða verður alltaf betri en EES-samningurinn.

Í stað umræðu um 3. orkupakkann ætti umræðan á Íslandi að snúast um hvernig og hvenær við losum okkur undan EES-samningnum.


mbl.is Konungsfjölskyldan flutt á brott?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Smári, unglingarnir og sósíalisminn

Gunnar Smári, áður kapítalisti og talsmaður þess að Ísland verði fylki i Noregi, gerir út Sósíalistaflokk Íslands síðustu misserin. Hann fær til liðs við sig ungt fólk á framboðslista, bæði í borginni og verkalýðshreyfingunni.

Gunnar Smári skaffar orðaleppa og fyrirsagnir og tengsl við fjölmiðla. Unga fólkið er útlitið.

Sósíalistaflokkurinn er kominn með mann á þing, samkvæmt könnun, náði áður borgarfulltrúa og formennsku í Eflingu.

Öðrum þræði er fyndið að sextugur maður, með feril Gunnars Smára, skuli ná þessum árangri. En hinum þræðinum veldur bröltið kjánahrolli.  


mbl.is Sósíalistaflokkurinn bætir enn við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband