Launavísitala forstjóra

Ef tekin eru saman þau fyrirtæki og stofnanir sem ríkið á annars vegar og hins vegar þar sem lífeyrissjóðir eru stórir fjárfestar yrðu ekki mörg stór fyrirtæki eftir.

Ríki og lífeyrissjóðir gætu sammælst um að reikna og birta opinberlega launavísitölu forstjóra, og eftir atvikum millistjórnenda.

Þar með lægi fyrir hvað forstjórar hafa í laun og mætti jafnvel tengja þau við þróun almennrar launavísitölu.

Allir hljóta að sjá að núverandi fyrirkomulag er ótækt.


mbl.is Hækkanir forstjóra „óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf: vinstriflokkarnir þurftu atkvæði - og því var svindlað

Vinstriflokkarnir virkjuðu Reykjavíkurborg til að sækja atkvæði í síðustu kosningum. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna viðurkennir þetta: ,,þátt­töku fólks af er­lend­um upp­runa, kvenna yfir átt­rætt og ungs fólks í kosn­ing­um er ábóta­vant."

Meginhugsunin í lýðræðislegum kosningum er að fólk hafi frjálst val. Einn valkosturinn er að sitja heima - kjósa ekki. 

Vinstriflokkarnir vildu takmarka valkosti ákveðinna kjósendahópa og létu Reykjavíkurborg fjármagna áróður sem beint var að tilteknum kjósendum. 

Hvernig sem á málið er litið er um að ræða kosningasvindl. Spurningin er aðeins um pólitískar afleiðingar.


mbl.is Þarf álit utanaðkomandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband