Trump elskar Ísland og Austur-Evrópu, hatar ESB

Trump vill tortíma Evrópusambandinu, segir utanríkissérfræðingur vinstriútgáfunnar Guardian. Trump og valdamenn í Washington hygla Austur-Evrópuríkjum í ESB (og Íslandi, sem fékk heimsókn til að bæta frjálslynda vanrækslu, ódýrt af Guardian að tak það ekki fram) til að valdefla þjóðernissinna í sambandinu.

Trump hatast við alþjóðahyggju og ESB er miðstöð alþjóðahyggjunnar. New York Times heggur í sama knérunn og Guardian, segir samband Trump og ESB markast af gagnkvæmri fyrirlitningu.

Evrópusambandið er á milli steins og sleggju, Bandaríkjanna og Rússlands. Hvað gerir helsti leiðtogi sambandsins, Angela Merkel kanslari Þýskalands? Jú, hún biður um margpóla heim þar sem ekkert eitt ríki (les: Bandaríkin) setur einhliða skilmála.

Merkel setti fram þessa skoðun á öryggisráðstefnu í Munchen um helgina.

Gráglettni örlaganna hagar því svo til að á sömu ráðstefnu fyrir 12 árum setti annar þjóðarleiðtogi fram ósk um margpóla heim. Sá heitir Pútín.

Evrópusambandið hlustaði ekki á Pútín. Þvert á móti tók ESB fullan þátt, með Bandaríkjamönnum, að einangra Rússa á alþjóðavettvangi. ESB var giska sátt við einpóla heimsvald á meðan sama alþjóðahyggjan réð ferðinni í Washington og Brussel.

En nú er Snorrabúð stekkur og berin súr.

Íslendingar geta þakkað það ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að setja ESB-umsókn Samfylkingar kirfilega ofan í skúffu. Það hefði verið napurt hér á miðju Atlantshafi að sitja fast í ESB og fá yfir sig bandaríska andstyggð.


Samfylking, systurflokkur og Brexit

Breski Verkamannaflokkurinn er systurflokkur Samfylkingar. Meginástæðan fyrir klofningi systurflokksins er Brexit, úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.

Klofningshópurinn telur að forysta Verkamannaflokksins hefði átt að hafna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit og koma í veg fyrir úrsögn úr ESB.

Samfylkingin komst ekki á það stig að klofna vegna ESB. Örlög flokksins gætu þó orðið verri; að sitja uppi til langframa með ónýtt stefnumál.


mbl.is Sjö hætta í Verkamannaflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávísi og íslam

Á yfirborðinu haldast fávísi og öfgar í hendur. Ein algengasta afsökun öfgamanna í leit að sakaruppgjöf er að heimskan hafi verið í góðri trú.

Þegar öfgamenn komast undir manna hendur og biðja um fyrirgefningu synda sinna vilja þeir mat á hlutfalli heimskunnar andspænis öfgunum sem viðkomandi tileinkuðu sér í góðri trú.

Heimska er í grunninn engin afsökun fyrir óhæfuverkum. Öfgafólkið skortir ekki vit heldur mennsku. Og ætti að meðhöndla sem slíkt.   


mbl.is „Við vorum einfaldlega fávís“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband