Vigdís stendur vaktina fyrir lýðræðið

Samantekin ráð vinstriflokkanna í Reykjavíkurborg um að stunda kosningasvindl við síðustu kosningar hljóta að hafa pólitískar afleiðingar.

Kosningasvindlið fólst í skipulögðum áróðri gegn afmörkuðum kjósendahópum og farið var með borgarsjóð eins og hann væri kosningasjóður vinstriflokkanna.

Vigdís Hauksdóttir á þakkir skildar að koma í veg fyrir að kosningasvindlinu sé sópað undir teppið.


mbl.is Skera úr um lögmæti kosninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit til hagsbóta

Seðlabankastjóri Bretlands telur að Brexit, úrsögnin úr Evrópusambandinu, verði til hagsbóta fyrir þjóðina.

Áður hafi sami bankastjóri goldið varhug við úrsögninni.

Sinnaskipti bankastjórans gætu komið til af því að Brexit færist æ nær. Óskhyggja sumra var að úrsögnin yrði afturkölluð, annað tveggja með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu eða vélráðum á þingi.

Auðvitað bæta Bretar hag sinn með því að standa utan ESB. Enginn græðir á ESB, nema kannski Þjóðverjar.


mbl.is Mikil tækifæri fólgin í Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsþreyta í Trump-landi

Trump lofaði að draga úr hernaðarævintýrum Bandaríkjanna á fjarlægum slóðum. Hann kallaði heim bandarískt herlið frá Sýrlandi. Þingið vill ganga skrefinu lengra og hætta stuðningi við hernað Sádí-Araba í Jemen.

Borgarastríðið í Jemen er staðgenglastríð tveggja öflugustu ríkja múslíma í miðausturlöndum. Sádar, sem eru súnní-múslímar, styðja stjórnvöld í Jemen á meðan Íran, shía-múslímar, styðja uppreisnarmenn.

Sádar hafa tök á bandarískum stjórnvöldum. Þeim var fyrirgefið að skaffa flesta flugræningjana sem flugu á tvíburaturnana í upphafi aldar og einnig að drepa Khashoggi með köldu blóði í Tyrklandi. 

Trump forseti styður Sáda í stríðinu í Jemen og vill klerkastjórnina í Íran feiga. En bandaríska þingið virðist fylgja stefnu Trump frá kosningaárinu, þegar hann lofaði að hætta tilgangslausum hernaði í langt-í-burtu-löndum.


mbl.is Vilja bandaríska herinn á brott frá Jemen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband