Katrín: ESB-umsóknin mistök - hvað með EES?

ESB-umsóknin 2009 var mistök, viðurkennir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Umsóknin var frekja dómgreindarlausasta stjórnmálaflokks í seinni tíma sögu landsins, Samfylkingarinnar.

Forveri Samfylkingar, Alþýðuflokkur, knúði í gegn á alþingi - án þess að spyrja þjóðina - EES-samninginn árið 1993. Þáverandi formaður, Jón Baldvin Hannibalsson, seldi þinginu samninginn eins og skransali með slagorðinu allt fyrir ekkert.

Nú liggur fyrir að vegna EES-samningsins ætlar ESB sér ítök í raforkumálum þjóðarinnar, með 3. orkupakkanum. Það er nokkru meira en ,,ekkert".

Er ekki tímabært að viðurkenna að EES-samningurinn var mistök? Og í framhaldi leiðrétta mistökin.


mbl.is Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband