EES er á lágu plani, Guðlaugur

EES-samningurinn frá 1993 er sniðinn og hannaður fyrir þjóðir sem eru á leið inn í Evrópusambandið.

Austurríki, Finnland og Svíþjóð voru komin inn í Evrópusambandið áður en blekið var þornað af undirskriftinni. Liechtenstein, Noregur og Ísland sátu ein eftir.

Nú ætti Guðlaugur Þór utanríkis, sem í orði kveðnu segist andstæðingur ESB-aðildar Íslands, að kannast við að samningur sem setur Íslendinga í hlutverk hunds í ól Evrópusambandsins sé ekki ýkja merkilegur pappír.

Nema, auðvitað, að Gulli sé laumu ESB-sinni og vilji flytja fullveldið til Brussel í bútum. Næst á dagskrá ESB er að yfirtaka raforkumál Íslendinga með 3. orkupakkanum - í gegnum EES-samninginn.


mbl.is Vill umræðuna um EES á hærra plan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðareglur verða ósiðlegar

Starfsstéttir setja sér siðareglur um hvernig starf skulið unnið faglega og á viðurkenndan hátt. Hjúkrunarfræðingar, kennarar, blaðamenn og fleiri stéttir búa við siðareglur.

Nýmæli er að vinnustaður setji reglur um mannasiði starfsmanna. Samgöngustofa virðist ætla að ganga skrefinu lengra og skylda starfsmenn að tilkynna ,,siðferðislega ámælisvert" athæfi.

Nýmælið bætir ekki siðferði en býr til valdheimildir sem auðveldlega má misnota. Ef sést í bringuhár karlmanns gæti viðkvæmum starfsfélaga fundist það siðferðislega ámælisvert. Ef einhver sleikir hníf í mötuneytinu stuðar það ábyggilega suma. Ótal slík dæmi mætti telja upp. 

Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum.


mbl.is Skylt að tilkynna siðferðisleg atvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhöfðingjar og valdarán; engar einfaldar lausnir

Ísraelska leyniþjónustan drepur ekki þjóðhöfðingja, kemur fram í heimildamynd á Netflix, og byggir viðtölum við innherja Mossad.

Hvers vegna er Maduro forseti Venesúela ekki einfaldlega drepinn? Málið dautt, bókstaflega, og Guaidó tæki við.

Svarið liggur að hluta í greiningu ísraelsku leyniþjónustumannanna: ef einn þjóðhöfðingi er drepinn er komið fordæmi fyrir drápi á þeim næsta. Það vissi á ófyrirséð vandræði. Víst má stytta líf þjóðhöfðingja, en aðeins undir réttum kringumstæðum.  Hussein fékk þykjusturéttarhöld í Írak og Gadaffi var tekinn afsíðis af löndum sínum í Líbýu og afgreiddur. En skipulegt morð á þjóðhöfðingja er bannorð.

Dýpri ástæða liggur að baki. Þjóðhöfðingjar, hvort heldur kjörnir eða ekki, eru fulltrúar þjóðarinnar. Assad í Sýrlandi var þægilegt skotmark bandaríska hersins en hann hélt lífi þótt sýrlenski herinn fengi í hausinn bandarískar snjallsprengjur. Hvers vegna? Jú, hann er sem forseti æðsti fulltrúi þjóðarinnar. Þjóðir bera ábyrgð á leiðtogum sínum og þeir á þjóðum sínum. 

Maduro forseti Venesúela leggur efnahagskerfi þjóðarinnar í rúst í nafni sósíalisma. Það er ekki næg ástæða til að erlend ríki ræni völdum. Í Norður-Kóreu er kommúnismi og í Sádí-Arabíu ríkir trúarhugmyndafræði frá miðöldum. Engir tilburðir eru til að steypa af stóli valdhöfum með þeim rökum að ráðandi öfl séu ótæk.

Maduro segist vera leiðtogi byltingar. En jafnvel einörðustu stuðningsmenn hans, eins og Ken Livingstone, verða kjaftstopp að reyna að verja eymd almennings í byltingarlandinu.

Engu að síður er Maduro forseti í fullvalda þjóðríki. Og er sem slíkur á ábyrgð þjóðar sinnar. Best er að halda lokinu niðri á öskju Pandóru og leyfa samlöndum Maduro að ráð fram úr vandanum. Annars verður fjandinn laus.

 

 

 

 


mbl.is Íslensk stjórnvöld styðja Guaidó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband