Sál Evrópu, hver er hún?

Engum dytti í hug að tala um sál Norður-Ameríku eða Asíu. Heimsálfur eru landfræðilegt hugtak, gildir einnig um Evrópu.

Ástæðan fyrir tali um sál heimsálfu, líkt og í viðtengdri frétt, er að valdamiðstöð embættismanna i Brussel gerði sig að handhafa hugmyndarinnar um Evrópu. Það er hugverkastuldur af grófari gerðinni.

Í reynd er ESB sálarlaust hagsmunabandalag og ólýðræðislegt í þokkabót.

Sál Evrópu, ef hún er til, er stærri en svo að hún rúmist í skrifstofublokk í Brussel.


mbl.is Vilja eyða ESB innan frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið: falsfréttir eru þjónusta við lesendur

Fréttablaðið birti falsfrétt byggða á slúðri um uppreisn í þingflokki Miðflokksins. Blaðið baðst afsökunar með semingi.

En í beinu framhaldi kemur höfundur fréttarinnar, Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, og segir falsfréttina góða og gilda enda eigi hún ,,erindi við almenning".

Aðalheiður tínir sem sagt upp slúður pólitískra andstæðinga Miðflokksins, skrifar upp rangfærslurnar og kallar það frétt. Þegar fréttin reynist röng, falsfrétt, er hún samt rétt, samkvæmt Aðalheiði, vegna þess að hún lýsir ,,stemningu."

Aðalheiður er í reynd að segja þetta: við vildum koma höggi á Miðflokkinn og töluðum við slúðurbera - andstæðinga Miðflokksins - og gerðum úr því frétt. Og fréttin hlýtur að vera sönn, af því okkur finnst Miðflokkurinn eiga skilið illt umtal.

Þetta er þjónusta Fréttablaðsins við lesendur.


Bloggfærslur 2. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband