Siðareglur verða ósiðlegar

Starfsstéttir setja sér siðareglur um hvernig starf skulið unnið faglega og á viðurkenndan hátt. Hjúkrunarfræðingar, kennarar, blaðamenn og fleiri stéttir búa við siðareglur.

Nýmæli er að vinnustaður setji reglur um mannasiði starfsmanna. Samgöngustofa virðist ætla að ganga skrefinu lengra og skylda starfsmenn að tilkynna ,,siðferðislega ámælisvert" athæfi.

Nýmælið bætir ekki siðferði en býr til valdheimildir sem auðveldlega má misnota. Ef sést í bringuhár karlmanns gæti viðkvæmum starfsfélaga fundist það siðferðislega ámælisvert. Ef einhver sleikir hníf í mötuneytinu stuðar það ábyggilega suma. Ótal slík dæmi mætti telja upp. 

Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum.


mbl.is Skylt að tilkynna siðferðisleg atvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta minnir á svartari tíma í nærtækri mannkynssögu. Að skylda einhvern til að klaga náunga sinn getur ekki verið löglegt né í valdi fyrirtækis. Eru viðurlög við brot á þessari skyldu?

Ég er undrandi á að starfsmenn kyngi þessu andmælalaust. Þetta er lögleysa sem umboðsmaður alþingis ætti að skoða. Fordæmið er skelfilegt ef ekkert er gert.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2019 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband