Verkó í pólitík, kjarasamningar yfirvarp

Sósíalistar í verkó nota kjaraviðræður sem yfirvarp til að herja á ríkisstjórnina um pólitísk stefnumál. Sósíalistarnir eru ,,reiðir" ef ríkisstjórnin lætur ekki að vilja þeirra, skella hurðum og ganga af fundum.

Forkólfar verkó eru ekki með neitt umboð til að hlutast til um hvernig landinu er stjórnað. Þjóðin kýs sér alþingi og þaðan kemur umboð fyrir landsstjórnina.

Yfirgangi sósíalista verður að svara af ákveðni með því að stjórnvöld sendi frekjurnar aftur í karphúsið að gera kjarasamninga.


mbl.is Reiði og sár vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjörn laun og markaðurinn

Meðallaun í landinu eru um 700 þús. kr. á mánuði. Þingmenn eru með um tvöföld mánaðarlaun, ráðherrar þreföld og bankastjóri Landsbankans fimmföld.

Hvað eru sanngjörn laun? Ef svarið er að þau laun sem markaðurinn greiðir séu sanngjörn þá eru meðallaunin sanngjörn, um 700 þús. kr.

Bankastjórar starfa ekki á markaði, þeir eru aðeins þrír, þar af tveir sem starfa hjá ríkisbanka.

Laun þingmanna, sem margfeldi af meðallaunum eru ekki ósanngjörn og heldur ekki ráðherra. Fimmföld meðallaun bankastjóra eru aftur farin að hljóma eins og sanngirni komi lítið við sögu - fremur fákeppni og hugsun kennd við,,ég-á-það-ég-má-það".

 


mbl.is Telur launin hófleg og ekki leiðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færri ferðamenn, minna til skiptanna

Sætaframboð Íslandsferða flugfélaga dregst saman um tæp 30 prósent frá Bandaríkjunum og rúman fimmtung frá Bretlandi. Þetta eru tveir stærstu markaðir ferðaþjónustunnar.

Fréttir af fyrirsjáanlegri fækkun ferðamanna leiddu til lækkunar hlutabréfa. Bréf Icelandair hækkuðu þó, enda meiri óvissa um framtíð WOW. Eins dauði er annars brauð.

Hagvöxtur síðustu ára stafar ekki síst af vaxandi fjölda ferðamanna. Fækkun þeirra leiðir sjálfkrafa til þess að minna er til skiptanna.


mbl.is Sætaframboð til Bandaríkjanna hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband