Íslendingar standa höllum fæti í útlöndum. Hver er fréttin?

Íslendingar sem flytja til útlanda standa höllum fæti miðað við innfædda og því verr sem nýja samfélagið er meira framandi.

Íslendingur sem flyst til Noregs er fyrr að átta sig á hlutunum í nýju landi en sá sem slær sér niður á Indlandi.

Þetta eru augljós sannindi.

Hvers vegna er það frétt að útlendingar standa höllum fæti gagnvart Íslendingum? 


Þorgerður Katrín óttast útlendinga

Útlendingar sitja um Íslendinga og gætu reynt að hafa áhrif á kosningar hér á landi með lævísum áróðri á samfélagsmiðlum, segir Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.

Bragð er að þá barnið finnur.

Stærstu og öflugustu samtök útlendinga sem reyna að efla ítök sín hér á landi eru Evrópusambandið. ESB stendur fyrir áróðri í samfélaginu og á alþingi, reynir t.d. að komast yfir raforku okkar með 3. orkupakkanum.

Þorgerður Katrín er orðin sannfærð um að útlendingar sitji um fullveldið og hlýtur að fylgja eftir sannfæringu sinni. Til dæmis með því að andmæla 3. orkupakka ESB.


Bloggfærslur 1. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband