Logi: Samfylking er sósíalistaflokkur

Samfylkingin er orðin að sósíalistaflokk undir forystu Loga Einarsson. Formaður notar orðalag beint upp úr kokkabókum Gunnars Smára og félaga þar sem alið er á öfund og blekkingu eins og Logi notar:

tekju­skatt á of­ur­laun og auðlegðarskatt á mold­ríkt fólk.

Í fyrsta lagi er tæplega hægt að tala um ofurlaun hér á landi. Meðallaun í landinu eru um 700 þús. kr. á mánuði og þeir eru ekki margir sem eru á meira en tvöföldum eða þreföldum meðallaunum. Um leið og laun fara yfir 927 þús. kr. á mánuði eru þau komin í hærra skattþrep. Ísland er jafnlaunaland.

Sósíalistinn Logi ætti að temja sér orðræð sem er í betra samhengi við íslenskan veruleika.

 


mbl.is Veggjöld verst fyrir tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm, smánun og nafnleysi

Kynferðisbrot er samkvæmt málvenju siðferðisbrot og einatt lögbrot. Á seinni árum er oft talað um að þolendur kynferðisbrota vilji ,,skila skömminni".

Átt er við að þolandinn finni til skammar vegna brotsins (var þetta mér að kenna?) en vilji núna, árum eða áratugum seinna, skila skömminni með því að smána meintan geranda opinberlega.

Til að skömminni sé skilað þarf að fylgja nafn sendanda, þ.e. brotaþola. Nafnlaus ásökun gegn nafngreindum einstaklingi er aftur smánun, refsing sem fjölmiðlar og samfélagsmiðlar úthluta.

Kynferðisbrot eru óverjandi. En það er líka óverjandi að smána nafngreinda einstaklinga með nafnlausum ásökunum.  

 


mbl.is Vöruð við að rugga bátnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáar fréttir, margir fjölmiðlar, netheimar loga

Flestar fréttir íslenskra fjölmiðla eru byggðar á einni heimild. Ef blaðamaður styðst við tvær heimildir eða fleiri kallar hann það rannsóknablaðamennsku.

Heimildir er oft ekki annað en fésbókarfærsla sem skellt er á fyrirsögn og stundum inngangi. Offramboð af fjölmiðlum leiðir til þess að sífellt ómerkilegri tíðindi þykja fréttir.

Fjölmiðlar velja ekki lengur fréttaefni út frá mikilvægi fyrir samfélagið heldur hinu hvort fréttefnið sé líklegt að fá endurbirtingu eða ,,læk". Samkeppnin leiðir til þess að fréttir er ekki hægt að aðgreina frá fésbókarfærslum. Markmið fréttaskrifa verður að skapa bylgju á samfélagsmiðlum, samanber ,,netheimar loga."  

Sannleikurinn er sá að fréttir eru fáar en margir fjölmiðlar eru um hituna. Og nú ætlar ríkið að veita fjölmiðlum fjármuni til að birta fleiri ómerkilegar fréttir. Fáránlegt.

 

 


mbl.is Uppsagnir hjá DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband