Sunnudagur, 11. febrúar 2018
Þverpólitísk lögfræðielíta
Þverpólitísk lögfræðielíta ætlar að ákveða skipan dómskerfisins á fundum þar sem ekki eru færðar fundargerðir, nema eftir dúk og disk. Þoku er hulið hvernig elítan kemst að niðurstöðu, hvaða hrossakaup eru á bakvið tjöldin.
Lögfræðielítan hafnar lýðræðislegu aðhaldi kjörinna fulltrúa og fær stuðning í þeirri sérkennilegu kröfugerð frá Pírötum og Samfylkingu.
Eina pólitíska aflið sem stendur gegn sjálftöku sérfræðingaveldisins er þjóðarflokkurinn, sem réttilega kennir sig við sjálfstæði.
![]() |
Neitar að afhenda gögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 10. febrúar 2018
Eyrún fær hatursverkefni
Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi hatursorðræðu fær verkefni til að rannsaka; hatursummæli á Pírataspjallinu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson beinir verkefninu til Eyrúnar eftir umræðu á téðu spjalli um trúarlega merkingu umskurðar.
Eyrún hefur dregið menn fyrir dóm vegna ummæla um minnihlutahópa. Gyðingar eru sannanlega slíkur hópur. Og hvað skyldi nú réttvísin aðhafast gagnvart Pírataspjallinu?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 9. febrúar 2018
Blaðamenn eru almannatenglar
Þegar dagar flokksblaðamennsku voru taldir, svona í kringum 1990, stóðu vonir til að blaðamennskan yrði faglegri. Flokksblaðamennskan var góð fyrir sinn hatt. Flokksblöðin kynntu stjórnmál og heimssýn til samræmis við stefnu þeirra flokka sem þau fylgdu að málum.
En fagmennskan varð aldrei. Íslenskir blaðamenn lentu undir hrammi auðjöfra af ýmsum sortum, létu fagmennsku lönd og leið urðu málpípur viðskiptahagsmuna.
Eftir hrun og netbyltingu losnaði um hreðjatök auðmanna á fjölmiðlum og flóran varð fjölbreyttari. En fagmennskan náði sér ekki strik. Fréttir urðu ekki nákvæmari, efnismeiri eða hlutlægari heldur að skoðanakenndu froðusnakki þar sem ekki má á milli sjá hvort maður les færslu á samfélagsmiðli eða fjölmiðli.
Blaðamenn urðu almannatenglar, skrifa upp skoðanir eftir pöntun og kalla fréttir. Enda leita þeir fastri ábúð hjá ráðsettum stofnunum. Sem almannatenglar.
Blaða- og fréttamenn kalla sig fjórða valdið og þykjast tala fyrir hagsmunum þjóðarinnar. En án fagmennsku eru þeir það sem heiðvirðir blaðamenn kölluðu almannatengla hér áður: lygarar til leigu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 9. febrúar 2018
Rökin fyrir EES eru hrunin
Fríverslunarsamningur Evrópusambandsins við Kanada kippir stoðunum undna EES-samningnum milli okkar og Norðmanna annars vegar og hins vegar Evrópusambandsins.
Opinber stefna ESB hingað til er að bestu viðskiptakjör í Evrópu bjóðist þeim þjóðum sem eru innan ESB en þau næstbestu þjóðum á EES-svæðinu. Nú liggur fyrir að fríverslunarsamningur ESB við Kanada býður betri kjör en EES-samningurinn.
Margvíslegt óhagræði er fyrir okkur að sitja uppi með EES-samninginn. Í gegnum samninginn þurfum við að taka upp ýmsar íþyngjandi reglur frá ESB.
Bretar líta til fríverslunarsamnings ESB við Kanada sem fyrirmynd að uppgjöri við ESB eftir Brexit. En hnífurinn stendur í kúnni þar sem bankaviðskipti eru annars vegar. Ísland þarf ekki á sameiginlegu evrópsku bankaregluverki að halda. Iceave bólusetti okkur fyrir bankaútrás næstu 100 árin.
EES-samningurinn er kominn með síðasta söludag. Strax og Bretar hafa samið við ESB um stöðu mála eftir Brexit rennur EES-samningurinn út. Í stað þess að bíða ættu Íslendingar og Norðmenn að semja við ESB á grundvelli fríverslunarsamnings ESB og Kanada.
![]() |
Kanada nýtur betri kjara en Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2018
Jafnaðarlóan og Ágúst Ólafur
Ef krónan væri með stjórnmálaskoðun yrði hún kennd við samheldni og jöfnuð. Ástæðan er sú að krónan jafnar lífskjörin upp þegar vel árar en dreifir byrðum þegar illa árar.
Auðmenn í Grikklandi vildu ekki fyrir nokkurn mun taka upp drökmu, grískan gjaldmiðil, þegar evru-kreppan reið yfir 2008. Þeir vildu eiga sitt á þurru með evrum en ekki leyfa gjaldmiðlinum að endurspegla grískan veruleika. Grikkir eru enn í evru-kreppu, tíu árum síðar.
Ágúst Ólafur snýr á haus veruleikanum þegar hann segir krónuna gagnast auðmönnum en ekki almenningi. Krónan er sterk núna, eykur kaupmátt almennings. Eftir hrun var hún veik, og kaupmáttur allra skrapp saman en veik króna stuðlaði að sterkri viðspyrnu efnahagskerfisins.
Kreppan á Íslandi stóð í fáeina mánuði, en stendur enn í Grikklandi.
Með því að berjast gegn krónunni grefur Samfylkingin undan samheldi þjóðarinnar og beinlínis biður um aukinn ójöfnuð. Einu sinni stóðu kratar fyrir önnur og geðþekkari pólitísk gildi.
![]() |
Eins og að vega að lóunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2018
Píratar ala á pólitísku hatri
Landsdómurinn yfir Geir H. Haarde var pólitískar ofsóknir, einelti þar einn bakari var hengdur fyrir marga smiði. Píratar óska sér fleiri landsdóma til að ofsækja pólitíska andstæðinga.
Pólitísk ábyrgð felst í því að stjórnmálamenn leggja verk sín reglulega fyrir dóm kjósenda. Það er gagnvart kjósendum sem stjórnmálamenn eru ábyrgir fyrst og fremst.
Píratar, á hinn bóginn, sækjast eftir valdatækjum - landsdómi - til að þjóna lund sinni, sem er að ala á pólitísku hatri.
![]() |
Enginn vilji til að nýta landsdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2018
Dauði blaðamennskunnar: fréttir verða leiðarar
Í sígildri blaðamennsku eru fréttir aðskildar frá skoðunum, sem birtast í leiðurum og á umræðusíðum. Fréttasíður dagblaða greindu frá staðreyndum, en túlkanir (skoðanir) á fréttum fóru fram á leiðarasíðum. Ekki lengur.
Í tímaritinu American Conservative er tekið dæmi af flaggskipi bandarískrar blaðamennsku, New York Times, sem birtir á fréttasíðu leiðara um minnisblað er varðar rannsókn á Trump forseta.
Á Íslandi þekkjum við þessi vinnubrögð. Skoðanir eru kynntar sem fréttir í fjölmiðlum eins og Kjarnanum, Stundinni og RÚV. Ástæða þessarar þróunar er nærtæk. Hefðbundnir fjölmiðlar misstu sérstöðu sína með vexti og viðgangi netmiðla, þ.e. samfélagsmiðla/bloggsíðna.
Til að bæta stöðu sína, missa ekki lesendur, gerðu hefðbundnir fjölmiðlar sig gildandi á sviði samfélagsmiðla/bloggsíðna. En það svið er umræða þar sem staðreyndir og skoðanir eru í belg og biðu. Á þeirri vegferð glataðist sígild blaðamennska sem aðgreindi fréttir og skoðanir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2018
Soros grefur undan Brexit
Aðaluppsláttur Telegraph í kvöld er að auðmaðurinn George Soros standi á bakvið herferð til að fá Breta að hætta við Brexit, úrsögn úr Evrópusambandinu.
Auglýsingaherferð og baktjaldamakk eiga að fá Breta til að kjósa á ný um Brexit en úrsögnin var samþykkt í þjóðaratkvæði 2016.
Soros er þekktastur fyrir að fella pundið á síðustu öld með spákaupmennsku. Hann stundar pólitík jafnhliða auðssöfnun og eru Píratar á Íslandi meðal þeirra sem þiggja ölmusu frá auðmanninum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2018
Ekkert liggur á að selja bankana
Íslenskir auðmenn settu allt bankakerfið í þrot á sjö árum, 2000 til 2007. Frá hruni eru liðin tíu ár og ekki búið að loka þrotabúum bankanna.
Ríkið á meira og minna bankakerfið í heild sinni. Nokkur þrýstingur er að selja banka, einkum Arion.
En það liggur ekkert á. Þótt ekki sé æskilegt að ríkið eigi viðskiptabanka til lengri tíma litið er engin ástæða til að rasa um ráð fram. Við vitum hvernig síðast fór.
![]() |
Vinna hvítbók um fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2018
Dönsk uppreisn gegn fjölmenningu
Danir nenna ekki lengur fjölmenningu. Hún grefur undan samheldni þjóðarinnar og býr til menningarkima sem eiga það til að fyrirlíta allt danskt, nema kannski danska velferð.
Bann gegn andlitsblæjum er eitt dæmi um uppreisnina. Annað dæmi, nokkuð eldra, er auglýsingaherferð um útlendingar, sem koma til Danmerkur til að setjast upp á vinnandi fólk, séu ekki lengur velkomnir.
Þriðja dæmið er nýlegt; danskir sósíaldemókratar leggja til að sjálftöku flóttamanna linni. Nú skulu þeir sækja um uppihald í Danmörku frá þeim ríkjum þar sem þeir eru staðsettir en ekki mæta á danska grund og heimta sinn rétt.
![]() |
Danir vilja banna andlitsblæjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)