Dauði blaðamennskunnar: fréttir verða leiðarar

Í sígildri blaðamennsku eru fréttir aðskildar frá skoðunum, sem birtast í leiðurum og á umræðusíðum. Fréttasíður dagblaða greindu frá staðreyndum, en túlkanir (skoðanir) á fréttum fóru fram á leiðarasíðum. Ekki lengur.

Í tímaritinu American Conservative er tekið dæmi af flaggskipi bandarískrar blaðamennsku, New York Times, sem birtir á fréttasíðu leiðara um minnisblað er varðar rannsókn á Trump forseta.

Á Íslandi þekkjum við þessi vinnubrögð. Skoðanir eru kynntar sem fréttir í fjölmiðlum eins og Kjarnanum, Stundinni og RÚV. Ástæða þessarar þróunar er nærtæk. Hefðbundnir fjölmiðlar misstu sérstöðu sína með vexti og viðgangi netmiðla, þ.e. samfélagsmiðla/bloggsíðna.

Til að bæta stöðu sína, missa ekki lesendur, gerðu hefðbundnir fjölmiðlar sig gildandi á sviði samfélagsmiðla/bloggsíðna. En það svið er umræða þar sem staðreyndir og skoðanir eru í belg og biðu. Á þeirri vegferð glataðist sígild blaðamennska sem aðgreindi fréttir og skoðanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband