Soros grefur undan Brexit

Aðaluppsláttur Telegraph í kvöld er að auðmaðurinn George Soros standi á bakvið herferð til að fá Breta að hætta við Brexit, úrsögn úr Evrópusambandinu.

Auglýsingaherferð og baktjaldamakk eiga að fá Breta til að kjósa á ný um Brexit en úrsögnin var samþykkt í þjóðaratkvæði 2016.

Soros er þekktastur fyrir að fella pundið á síðustu öld með spákaupmennsku. Hann stundar pólitík jafnhliða auðssöfnun og eru Píratar á Íslandi meðal þeirra sem þiggja ölmusu frá auðmanninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar ég las þessa færslu þína, Páll, hugsaði ég að nú yrðu fjörugar umræður á bloggi þínu. Sér í lagi vegna síðust setningar hennar.

Nú er kominn nýr dagur og ekki ein einasta athugasemd komin fram! Þetta segir það eitt að fullyrðing þín um að Píratar á Íslandi þiggi ölmusu úr hendi Soros, er rétt. Kannski mætti nefna fleiri hópa, hvað með Reykjavík Media? Er sá hópur kannski meðal styrkþega Soros?

Gunnar Heiðarsson, 8.2.2018 kl. 12:15

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú þarf May að fara að hysja upp um sig. Soros er tilbúin að eyða stórum fjárhæðum til að grafa undan lýðræðinu.

Ragnhildur Kolka, 8.2.2018 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband