Laugardagur, 15. desember 2018
Brexit og ESB-útlegð vinstrimanna á Íslandi
Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, breytir íslenskum stjórnmálum. Að frátöldum Norðurlöndum stendur Bretland okkur næst í Evrópu. Úrsögn Breta stokkar upp valdajafnvægið í Evrópu, færir ESB nær því að vera hreinn félagsskapur meginlandsþjóða með nokkuð voldugan nágranna í austri, Rússland. Bretland, sem var milliliður fyrir aðkomu Bandaríkjanna að Evrópustríðum á fyrri hluta síðustu aldar er ekki lengur hluti af bandalaginu sem mótaðist í kalda stríðinu.
Áhrif Brexit á íslensk stjórnmál verða þau að ESB-flokkar eins og Samfylking og Viðreisn eiga sér ekki lengur pólitískar forsendur. Samfylkingin er búin til sem ESB-flokkur og á enga framtíð sem slíkur. Sama gildir um Viðreisn.
Annað meginhlutverk Samfylkingar var að sameina vinstrimenn. Sá draumur er mun fjarlægari núna en um aldamótin, þegar flokkurinn var stofnaður, og ástæðan er að ESB-aðildin reyndist mýrarljós.
ESB-mistökin færðu frumkvæðið í vinstripólitík frá Samfylkingu til Vinstri grænna. Kjölfestulaus Samfylking reynir að veiða fylgi á sömu miðum og Píratar - með upphlaupspólitík. Á meðan sitja Vinstri grænir í landsstjórninni með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, tveim elstu starfandi stjórnmálaflokkum þjóðarinnar.
![]() |
Flestir taka ekki afstöðu til Brexit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. desember 2018
Orð, verknaður og tvöfeldni
Munnsöfnuður, hversu ljótur sem hann kann að vera, er orðfæri. Verknaður, t.d. kynferðisleg áreitni, er sjálfkrafa alvarlegri.
Þeir sem stóðu fyrir upphlaupinu í Klausturmálinu, fjölmiðlar og vinstriflokkarnir sérstaklega, urðu heldur kindarlegir þegar kynferðisleg áreitni Ágústar Ólafs þingmanns Samfylkingar var kynntur til sögunnar fyrir viku síðan - af sjálfum gerandanum.
Hugur fjölmiðla og vinstriflokkanna stóð til að brenna sexmenningana á Klaustri á galdrabáli umræðunnar. Til að það tækist yrði að halda Klausturmenningunum í brennidepli. Ekkert mátti spilla einbeitingunni. Ekki einu sinni að Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna og Gunnlaugur Bragi Björnsson varaborgarfulltrúi Viðreisnar hefðu um stund þetta kvöld átt samneyti við þá bannfærðu.
Játning Ágústar Ólafs fyrir viku setti rafrænu galdrabrennuna í uppnám. Vinstrifólkið í Borgarleikhúsinu setti ekki upp leikþátt um þingmann Samfylkingar, þótt drög að handriti lægju fyrir. Nei, leikhúslýðræði er að gefa sig á vald fjölmiðlaeinelti. ,,Bergur Þór Ingólfsson, sem leikstýrði leiklestrinum, segir að tilgangurinn með leiklestrinum hafi verið að setja fréttir síðustu daga í samhengi fyrir almenning," segir í frétt af leiklestrinum.
Hvað var gert við handritið um kynferðislega áreitni þingmanns Samfylkingar? Jú, því var stundið undir stól. Efndi Háskóli Íslands til málþings um Ágúst Ólaf og ólíka stöðu valdsmanns og ungrar konu? Neibb. Þegar vinstrimenn eiga i hlut er óþarfi að tala um feðraveldið.
Á málþingi háskólavinstrimanna um Klaustursupptökurnar sat Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar á fremsta bekk. Hvað gerði Helga Vala eftir að kynferðisleg áreitni flokksbróður komst í hámæli? Helga Vala hljóp í felur.
Málin tvö, kennd við Klaustur og Ágúst Ólaf, kenna okkur eitt: förum varlega í að taka brjálæðisköst og gefa okkur móðursýkinni á vald. Það hefnir sín.
![]() |
Vika er langur tími í pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. desember 2018
Varnarsigur Miðflokksins
Í byrjun mánaðar sameinuðust fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og stjórnmálakerfið að úthúða Miðflokknum. Borgarleikhúsið setti á svið sýningu og Háskóli Íslands efndi til málþings til að stafa ofan í alþjóð að Miðflokkurinn væri óalandi og óferjandi.
Undir þessari ágjöf er eðlilegt að fylgið gefi eftir, fellur á milli mánaða úr 13 prósentum í 6.
Í samhengi hlutanna er harla gott hjá Miðflokknum að halda í nægt fylgi fyrir þingsætum. Ístöðulitlir flokkar hafa þurrkast út af minna tilefni, Björt framtíð nú síðast.
![]() |
Miðflokkurinn tapar mestu fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. desember 2018
Helga Vala þegir - Samfó slær met í hræsni
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar er þögul sem gröfin um kynferðislega áreitni Ágústar Óafs. Yfirleitt er Helga Vala með skoðun á öllu, því sterkari sem hún veit minna um málið.
Samfylkingin slær met hræsni þegar mál Ágústar Ólafs og Klaustursexmenninganna eru borin saman. Ágúst Ólafur hafði í frammi kynferðislega áreitni og niðurlægði konu með háðsglósum um útlit hennar og vitsmuni. ,,Mér fannst ég líka algjörlega niðurlægð og var gjörsamlega misboðið vegna ítrekaðra ummæla hans um vitsmuni mína og útlit," skrifar fórnarlamb Ágústar Ólafs, Bára Huld Beck.
Klaustursexmenningarnir á hinn bóginn deleruðu sín á milli um mann og annan og lýstu kynferðisórum sínum. En þeir spjölluðu sín á milli og gerðu engum neitt. Samtalið var aftur hljóðritað ólöglega og gert opinbert þar sem fjölmiðlar veltu sér upp úr ósómanum.
Orð, sögð í lokuðum hópi, geta aldrei verið jafn alvarleg og sá verknaður sem Ágúst Ólafur hafði í frammi. Í tilfelli Ágústar Ólafs er gerandi og fórnarlamb. Í tilfelli orðavaðalsins á Klaustri eru engir gerendur, því ekkert var gert, og engin fórnarlömb fyrr en fjölmiðlar nýttu sér ólöglega hljóðritun og otuðu fram á opinberan vettvang einkasamtölum.
Aðeins siðlaust fólk sér ekki þennan greinarmun. Samfylkingin er siðlaus flokkur sem sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga.
![]() |
Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. desember 2018
Múslímskir smákrimmar í hryðjuverk
Það er regla fremur en undantekning að íslamistar sem fremja hryðjuverk á vesturlöndum eigi að baki brotaferil sem smáglæpamenn.
Þeir sem fremja hryðjuverk gera ráð fyrir að týna lífi eða sitja á bak við lás og slá í áratugi. Hryðjuverkin eru ekki framin til að auðgast heldur öðlast upphefð í trúarmenningu múslíma.
Og því er nú verr eru hryðjuverkamenn vegsamaðir í moskum af trúarleiðtogum. Ef múslímar almennt og yfirleitt fordæmdu hryðjuverk yrði sennilega minna af þeim.
![]() |
Öfgavæddist í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. desember 2018
WOW tileinkar sér naumhyggju
Stórveldisdraumar WOW eru liðin tíð. Naumhyggja í stað lúxussæta, flugvélaflotinn helmingaður og áfangastöðum fækkað.
Gangi fyrirætlanir WOW eftir verður til lítið spartanskt flugfélag, þó stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða.
Samdráttur og skynsemi er betri kostur en heimsveldi eða dauði.
![]() |
Þetta hefur verið dýrkeypt lexía |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. desember 2018
Segðu það með skrauti
Fólk tjáir sig með ólíkum hætti. Í blómaauglýsingum á síðustu öld kom fyrir setningin ,,segðu það með blómi." Hógvær tjáning með afskornum liljum vallarins er aftur ekki allra.
Ljósasýningar á aðventunni eru hvorki hófstilltar né vitnisburður um náungakærleik. Sá sem ofhleður hús sín og híbýli með skrauti kallar á athygli meðborgara sinna. Líklega finnst viðkomandi hann vanmetinn í samfélaginu, gæti verið kjósandi Samfylkingar.
Nágrannar litla mannsins með skrautið gætu reynt að strjúka honum meðhárs og fært honum blóm. Fordæmið sýndi að tilfinningar þarf ekki að auglýsa með blikkandi ljósum og sírenuvæli.
![]() |
Engar reglur um jólaberserki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 12. desember 2018
Píratar: lögbrot jaðarhópa gott mál
Þingmaður Pírata segir að efnalitlir, öryrkjar, hinsegin fólk eða almennt einhver sunnan þess venjulega eigi rétt á að fremja lögbrot sem hversdagsfólk fær refsingu fyrir.
Glæpamenn eru samkvæmt skilgreiningu jaðarhópur.
Píratar vita á hvaða mið þeir róa eftir fylgi.
![]() |
Mér blöskrar þetta framferði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 12. desember 2018
Kjarninn beið í 4 daga með Ágústarfrétt
Kjarninn birtir fyrst frétt um Ágústarmálið 7. desember og er það játning Ágústar hluthafa Kjarnans á kynferðislegri áreitni í garð nafnlausrar konu.
Fjórum dögum síðar, 11. desember, stígur fórnarlamb Ágústar fram og leiðréttir játningu þingmannsins. Konan er starfsmaður Kjarnans og greinin birtist þar.
Í Tilfallandi athugasemdum er þögn Kjarnans í fjóra daga um mál Ágústar gagnrýnd.
DV gerir frétt um gagnrýnina og þar svarar Þórður Snær ritstjóri Kjarnans:
Eftir að okkur var greint frá þeim höfum við, stjórn og stjórnendur Kjarnans, stutt þolandann eitt hundrað prósent. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar í tengslum við þetta mál hafa verið teknar af henni. (undirstrikun pv)
Fórnarlamb Ágústar tók sem sagt ákvörðun, í umboði ritstjórnar, að birta játningu þingmannsins 7. desember til þess eins að leiðrétta játninguna fjórum dögum síðar, þann 11. desember.
Hvers vegna var setið á fréttinni um að kynferðisleg áreitni Ágústar beindist að starfsmanni Kjarnans og fór fram á ritstjórnarskrifstofu útgáfunnar?
Sennilegasta skýringin er sú að ritstjórn Kjarnans vildi ekki að athygli fjölmiðlaumræðunnar færi af Klausturmáli Miðflokksins. Kjarninn er samfylkingarútgáfa og birti fréttir um vammir og skammir á orðræðunni á Klaustri en þagði um snöruna í hengds manns húsi - ritstjórnarskrifstofu útgáfunnar.
Þetta heitir að ljúga með þögninni og þykir skammarlegt athæfi í blaðamennsku.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 12. desember 2018
Flökkufólk endurskírt farendur
Flökkufólk í leit að betri lífsgæðum sækir í milljónavís til vesturlanda. Eftir megni hafa vesturlönd tekið við þessu fólki. Vegna vandræða við að fá flökkufólkið til að aðlagast vestrænum siðum og háttum lokast ein landamærin af öðrum síðustu ár.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu betur að bæta lífskjör flökkufólksins heima fyrir en að þvinga vestræn ríki til að taka við fleiri framandi gestum.
Viðleitni íslenskra yfirvalda, að kalla flökkufólkið farendur, er óbein viðurkenning á því að geta okkar til að veita viðtöku flökkufólki er komin að endimörkum.
![]() |
Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)