Kjarninn beið með Ágúst; vildi að Klaustursumræðan fengi flug

Kjarninn er samfylkingarútgáfa. Ágúst Ólafur þingmaður Samfylkingar og hluthafi útgáfunnar sýndi starfsmanni freklega kynferðislega áreitni síðast liðið sumar.

Á Kjarnanum vissu allir um málið. En það var þaggað niður. Þögguninni átti að halda áfram eftir að siðaráð Samfylkingar áminnti Ágúst 27. nóvember. Kjarninn segir að það hafi verið gert í þágu þolandans.

Það er yfirvarp. Kjarninn hafði engar áhyggjur af þolendum persónunjósna í Klaustursmálinu, sem komst í umræðuna samtímis sem Ágúst fékk áminninguna frá siðaráði.

 


mbl.is Reyndi ítrekað að kyssa hana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo þolandinn í máli ÁÓÁ var þá starfsmaður Kjarnanns. Getur verið að Samfylkingar-Kjarninn hafi sent hljóðupptökumeistarann á Klausturbar í von um að hlera eftir safaríkari skandal en ÁÓÁ, vitandi að þingmenn og borgarfulltrúar detta þarna inn reglulega? Svona til að drepa NÁLGUNAR-raunum ÁÓA á dreif. 

Og hvað er eiginlega með allar þessar Bárur, er þetta kannski Freudian slip?

Ragnhildur Kolka, 11.12.2018 kl. 12:18

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjaldan er ein Báran stök, Ragnhildur!

En þessi síðar fram komna segir m.a. í yfirlýsingu sinni á Kjarnanum:

"Yfir­lýs­ing Ágústar Ólafs er ekki í sam­ræmi við mála­vexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en til­efni var til. Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing." Sjá nánar Kjarnagrein hennar* og Mbl.is-tengilinn hér ofar.

En Logi Einarsson, form. Samfóista, fv. Berufsvetbots-pólitíkus á Akureyri og eiginmaður lögfræðings sem sótti ólöglegt málið gegn Snorra Óskarssyni, vissi vel af þessu máli strax í september sl.! 

* https://kjarninn.is/skodun/2018-12-11-svar-vid-yfirlysingu-agusts-olafs-agustssonar/

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 12:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Berufsverbots ...

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 12:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"þolendum persónunjósna" ???

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2018 kl. 13:32

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er nú kannski nokkuð tvíbent. Mál Ágústs hefði væntanlega fengið minni athygli hefði það komið fram á sama tíma og hitt. Er ekki bara líklegra að annað hvort hafi þeir viljað mjólka hvort mál sem best eða þá hitt að ekki hafi staðið til að opinbera mál Ágústs, en svo hafi eitthvað orðið til þess að ekki varð hjá því komist?

Svo er frekar þreytandi að blaðamenn skuli eiga svona erfitt með að beygja nafn Ágústs Ólafs. Ýmist er talað um mál "Ágústar" eins og í textanum sem Jón Valur vitnar í hér að ofan, eða "Ágústs Ólafar" (eins og hann heiti Ólöf en ekki Ólafur). 

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2018 kl. 14:09

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Og hvað er eiginlega með allar þessar Bárur"

Synchronicity - Wikipedia

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2018 kl. 14:12

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi pistill og reyndar 90% af því sem Páll Vilhjálmsson skrifar á þessari síðu er það sem kallað er erlendis "fake news"  Erlendis eru ráðnir sérstakir áróðurspennar og þeim sköpuð aðstaða á svokölluðum "Troll farms" eða nettröllabúum. Guðni Ágústsson mundi segja , að þar sem tvö nettröll koma saman þar er nettröllabú, þess vegna má segja að moggabloggið sé slíkur staður þar sem Páll Vilhjálmsson og Halldór Jónsson sinna skítverkunum. Björn Bjarnason er svo sér á parti með sínar skrítnu skoðanir gamaldags ríkiskapitalisma.

En íslendingar eru ekki heimskir með örfáum undantekningum. Nettröllin eru í besta falli annoying því allt sem þeir skrifa er svo fyrirsjáanlegt. Og þótt hér komi 3-4 þúsund manns daglega til að fá sitt fix þá gangast aðeins örfáar manneskjur við því að lesa bloggið hvað þá að líka við þær skoðanir sem hér eru settar fram. En vonandi eru skrifin vel borguð og mannorðið fébótavirði!!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2018 kl. 15:46

8 Smámynd: Halldór Jónsson

 Aumlegt yfirklór til að reyna að fegra Samfódóna.

Hvað sagði Gústi orðrétt við stelpuna? Það birta þeir ekki. En allt orðrétt af eftir bullunum af Klausturbarnum  enda eiga pólitískir andstæðingar Samfó og Báru Pírata í hlut,

Halldór Jónsson, 11.12.2018 kl. 16:03

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég held aö eignarfall No. Ágúst geti verið hvort sem er Ágústs ellegar Ágústar.

Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2018 kl. 17:59

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór af hverju heldur þú að hún sé Pírati?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2018 kl. 21:16

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sjaldan er ein Báran stök, en ávallt eru þær Píratar!

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2018 kl. 22:35

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

En ég hef einmitt verið að hugsa það sama og þú Jóhannes. Þetta moggablogg er orðið svolítið skrítið upp á síðkastið. Örfáir menn með nokkurn veginn fullu viti en annars mestallt nettröll, samsæriskenningasmiðir og sumir alveg víðáttubrjálaðir á þeim vettvangi. Og svo bara vont fólk sýnist mér stundum því miður, fullt af hatri og heift út í alla sem eru ekki eins og það sjálft.

Ég fer hér inn aðallega til að lesa það sem hann Sæmi á Skaganum skrifar. Hann lætur ekki slá sig út af laginu.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2018 kl. 22:39

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Aum er afsökun Kjarnans.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.12.2018 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband