Rósa B: kynferðisleg áreitni ok, baktal ekki

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir stjórnarandstöðuþingmaður Vinstri grænna segir kynferðislega áreitni léttvægari en baktal. 

Nú vita allir læsir að ef hlutverkin væru önnur, t.d. að þingmaður Sjálfstæðisflokks hefði viðurkennt kynferðislega áreitni en þingmaður Samfylkingar staðinn að því að baktala einhvern, myndi  Rósa Björk ekki ná upp í nef sér af hneykslun og segja tilraun til nauðgunar margfalt verri en dónaleg og ólöglega hleruð ummæli.

Stjórnmálamenn velja sér sérkennilegar leiðir að lýsa sig ómarktæka.


mbl.is Óviss hvort málið eigi erindi við siðanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logi vissi um Ágúst; spyr Helga Vala um nauðgun?

Logi Einarson formaður Samfylkingar vissi um sekt Ágústs Ólafs þegar Klaustursmál hófust. Þess vegna bað Logi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráherra að tala fyrir sína hönd í málefnum Miðflokksins. 

Helga Vala Helgadóttir þigmaður Samfylkingar reyndi aftur að nota Klaustursmálið til að þvinga Miðflokkinn af alþingi. Hún sagði óvinnandi með Miðflokksmönnum: ,,„Tölv­an bil­ar, þing­mál þarf að út­búa, upp­lýs­ing­ar þarf að veita — margt af þessu fólki hef­ur síðustu daga spurt sig og okk­ur: Hvernig tala þau um mig?"

Helga Vala hlýtur að spyrja upphátt núna: Er óhætt að mæta á þingflokksfundi Samfylkingar án þess að mæta þar misindismanni sem gæti reynt nauðgun?


mbl.is Vonar að Ágúst hafi fengið samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV, Ágúst og Miðflokkurinn

RÚV lagði heilu fréttatímana undir Klausturmál Miðflokksmanna. RÚV gerir eina frétt, í gærkvöldi, um Ágúst Ólaf þingmann Samfylkingar og áreitni hans gagnvart konu. Sú frétt var fljótlega tekin af forsíðu RÚV.

Í fyrsta aðalfréttatíma RÚV eftir að Ágústarmálið varð uppvíst, núna í hádeginu, var það fyrsta frétt en eina vitnið sem kallað var í, varaformaður Samfylkingar, sagði það eitt að ,,ferlar Samfylkingarinnar virkuðu."

Aðrir aðalmiðlar í Klaustursmáli, DV/Eyjan og Stundin, þegja þunnu hljóði um þingmann Samfylkingar.

Nú er öllum heilvita ljóst að orðameiðingar sexmenninganna á Klaustri eru saklausari en áreitni Ágústs gagnvart konunni, sem hann sýndi í tvígang kynferðistilburði og bætti svo gráu ofan á svart með því að atyrða konuna sem hafnaði honum.

Þessir þrír fjölmiðlar, RÚV, DV/Eyjan og Stundin, eru undirlagðir skelfilegri hlutdrægni annars vegar og hins vegar yfirgengilegri tvöfeldni.


mbl.is Fer í leyfi í kjölfar áminningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás með orðum, áreitni, ofbeldi og hlerun

Árás á einkalíf getur farið fram með orðum, áreitni, ofbeldi eða hlerun. Sá sem verður fyrir árásinni getur verið hörundssár eða með þykkan skráp. Hann getur leitt árásina hjá sér, móðgast, meiðst á líkama og sál, en líka orðið upp með sér - að fá athygli gerandans.

Þeir viðkvæmustu líta á það sem árás á sig ef þeir fá ekki stöðuhækkun eða nefndarsetu sem þeir telja sig eiga inni. Aðrir láta sér í léttu rúmi liggja þótt þeir séu baktalaðir og rægðir ár og síð. 

Viðfang árásarinnar getur stundum sjálfu sér um kennt. Í öðrum tilfellum er fórnarlambið alsaklaust.

Einkalíf er einstaklingsins, ekki hópsins. Ef ég segi ,,rauðhærðir eru siðlausir" getur ekki hvaða rauðhærði Jón sem er klagað mig fyrir meiðingu. Ef aftur ég segi setninguna í fimm manna hópi og Jón er sá eini rauðhærði af viðstöddum væri eðlilegt að hann fyrtist við.

Ef ég hitti fimm félaga mína og við létum gamminn geisa um menn og málefni, í þeirri trú að samtalið sé okkar sex en ekki annarra, en í ljós kemur að sá sjöundi, sem gæti þóst hafa verið útlendingur, hljóðritaði samtalið til opinberrar birtingar, gæti mér þótt nærri hoggið og ég sviptur einkalífi mínu. Á hinn bóginn; væri ég þingmaður í þessari stöðu myndi ég naga mig í handabökin að minnast þess ekki að orðum fylgir ábyrgð.

Orðameiðingar köllum við sjaldnast ofbeldi. Þetta eru jú aðeins orð. Hlerun á orðum er heldur ekki ofbeldi, meira i ætti við undirferli og gæti verið brot á friðhelgi einkalífs.

Áreitni, eins og orðið er venjulega skilið, er eitthvað meira en orðaflaumur þó minna en ofbeldi. Áreitni er jafnan milli tveggja einstaklinga þar sem annar er gerandi en hinn þolandi. Ef báðir taka þátt er það kallað stríðni og er hluti af mökunartilburðum tegundarinnar sem við tilheyrum.

Ofbeldi er þvingun og meiðingar í sérstökum flokki, sem ætti ekki rugla saman við orðavaðal eða áreitni. Allra síst ef maður er ráðherra. 

 


mbl.is Virða ákvörðun Ágústar Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband