Katrín J: kynferðisleg áreitni er flokksmál

Fyrrum ráðherra og þingmaður Samfylkingar segir kynferðislega áreitni þingmannsins Ágústar Ólafs vera innanflokksmál sem ætti ekkert erindi við almenning.

En þegar ólögleg hlerun á samtölum þingmanna Miðflokksins ber á góma er það sko alls ekki innanflokksmál heldur þjóðarinnar allrar, sem ætti að taka höndum saman og hrekja þingmenn Miðflokksins af þingi. 

Samfylkingarfólkið telur kynferðislega áreitni léttvæga en ólöglega hleruð einkasamtöl stórpólitískt mál - þó ekki hlerunin - heldur innihaldið. Þegar þingmaður Samfylkingar atyrti konuna sem hafnaði honum er það líka léttvægt - enda var ógnarorðræðan ekki hleruð.

#metoo-byltingin staldraði ekki lengi hjá Samfylkingunni.

 


mbl.is „Málinu á að vera lokið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV í klaustri Samfylkingar; Ágúst ábóti laus allra mála

RÚV hannaði enn eina klausturfréttina í hádeginu. Líklega eru þær orðnar um 40 fréttirnar af ólöglega hleruðum drykkjulátum þingmanna Miðflokksins. Engin frétt var um Ágúst Ólaf þingmann Samfylkingar sem viðurkenndi á föstudagskvöld að hafa áreitt konu kynferðislega.

Ríkisútvarp vinstrimanna stendur undir nafni. Það leitar uppi og gerir sem mest úr yfirsjónum pólitískra andstæðinga vinstriflokkanna en dregur fjöður yfir alvaralegri brot þeirra sem eru í náðinni hjá Gróu á Efstaleiti.

RÚV ætti ekki að vera á framfæri almennings, heldur fjármagnað af flokkssjóði Samfylkingar.

 


mbl.is Kom Þorsteini ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlausa Samfylkingin

Þingmaður Samfylkingar er uppvís að kynferðislegri áreitni. Siðanefnd flokksins fjallar um málið og áminnir þingmanninn. Hvað gerist næst? Jú, þingflokkur Samfylkingar krefst þess að ólögleg hlerun á kjaftagangi þingmanna Miðflokksins leiði til afsagnar þeirra.

Samfylkingin telur sem sagt að hæfileg refsing fyrir kynferðislega áreitni sé áminning innanflokks á meðan þeir sem voga sér að tala illa um annað fólk skuli gerðir brottrækir af alþingi.

Siðareglur Samfylkingar eru að kynferðisglæpamenn sleppa með áminningu en sóðakjaftar skulu ganga svipugöngin og settir af sakramentinu.

Siðblindir sækja í Samfylkinguna. Flokksskírteinið gefur heimild að fremja glæp en samtímis standa keikur í miðjum hópi góða fólksins sem refsar öðrum fyrir hugrenningasyndir.

 


mbl.is Ágúst tekinn af listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband