Orð, verknaður og tvöfeldni

Munnsöfnuður, hversu ljótur sem hann kann að vera, er orðfæri. Verknaður, t.d. kynferðisleg áreitni, er sjálfkrafa alvarlegri.

Þeir sem stóðu fyrir upphlaupinu í Klausturmálinu, fjölmiðlar og vinstriflokkarnir sérstaklega, urðu heldur kindarlegir þegar kynferðisleg áreitni Ágústar Ólafs þingmanns Samfylkingar var kynntur til sögunnar fyrir viku síðan - af sjálfum gerandanum.

Hugur fjölmiðla og vinstriflokkanna stóð til að brenna sexmenningana á Klaustri á galdrabáli umræðunnar. Til að það tækist yrði að halda Klausturmenningunum í brennidepli. Ekkert mátti spilla einbeitingunni. Ekki einu sinni að Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna og Gunn­laug­ur Bragi Björns­son vara­borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar hefðu um stund þetta kvöld átt samneyti við þá bannfærðu.

Játning Ágústar Ólafs fyrir viku setti rafrænu galdrabrennuna í uppnám. Vinstrifólkið í Borgarleikhúsinu setti ekki upp leikþátt um þingmann Samfylkingar, þótt drög að handriti lægju fyrir. Nei, leikhúslýðræði er að gefa sig á vald fjölmiðlaeinelti. ,,Berg­ur Þór Ing­ólfs­son, sem leik­stýrði leik­lestr­in­um, seg­ir að til­gang­ur­inn með leik­lestr­in­um hafi verið að setja frétt­ir síðustu daga í sam­hengi fyr­ir al­menn­ing," segir í frétt af leiklestrinum.

Hvað var gert við handritið um kynferðislega áreitni þingmanns Samfylkingar? Jú, því var stundið undir stól. Efndi Háskóli Íslands til málþings um Ágúst Ólaf og ólíka stöðu valdsmanns og ungrar konu? Neibb. Þegar vinstrimenn eiga i hlut er óþarfi að tala um feðraveldið.

Á málþingi háskólavinstrimanna um Klaustursupptökurnar sat Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar á fremsta bekk. Hvað gerði Helga Vala eftir að kynferðisleg áreitni flokksbróður komst í hámæli? Helga Vala hljóp í felur.

Málin tvö, kennd við Klaustur og Ágúst Ólaf, kenna okkur eitt: förum varlega í að taka brjálæðisköst og gefa okkur móðursýkinni á vald. Það hefnir sín.


mbl.is Vika er langur tími í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband