Eftirspurn eftir móðursýki

Móðursýkin í Klaustursmálinu er í engu samræmi við tilefnið. Að vinnufélagar hittist yfir glasi og hrauni yfir mann og annan fjarstaddan er fremur hversdagslegt. Eyru fýsir illt að heyra er algengur kvilli meðal okkar.

Samfélagsmóðursýkin eins og hún birtist í Klaustursmálinu er samspil margra þátta s.s. stjórnmála, þar sem eins dauði er annars brauð, fjölmiðla sem mæla stöðu sína eftir fréttasmellum og samfélagsmiðla þar sem fyrst er skotið en síðan spurt.

Móðursýkin hvorki breytir né bætir samfélagið. Ekkert uppbyggilegt er á ferðinni í þeim vagni fordæmingar sem keyrir þvers og kruss um landið og miðin.


mbl.is Óska eftir upptöku vegna Klausturmáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Helga Vala setið fundi á þess að móðga eða brjálast?

Helga Vala Helgadóttir móðgaði dönsku þjóðina þegar hún setti upp leiksýningu á Þingvöllum í sumar og sýndi forseta danska þingsins bakhlutann.

Helga Vala, að eigin sögn, ,,brjálast", þegar illa gengur í pólitík.

Samfylkingin ætti að finna annan siðgæðisvörð en Helgu Völu Helgadóttur.


mbl.is „Geta þau sinnt störfum sínum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir missa raforkuna til útlendinga

500 milljarðar ísl. króna tilboð í dönsku rafveituna Ørsted sýnir að eftir nokkru er að slægjast á raforkumarkaði Evrópu, sem hugmyndir eru um að Ísland tengist með þriðja orkupakkanum.

Það á svo að heita að danska ríkið sé meirihlutaeigandi Ørsted en það eru stjórnendur félagsins ásamt minnihlutanum sem véla um söluna.

Ef Ísland verður hluti af þessum raforkumarkaði, með innleiðingu þriðja orkupakka ESB, yrði það dauðadómur yfir fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum.

Fjárhagslegir hagsmunir að tengjast orkuneti Evrópu verða svo gríðarlegir að engin stjórnvöld munu standast freistinguna.

Eina leiðin er að byrgja brunninn áður en óskabarnið fellur ofan í; með því að hafna þriðja orkupakkanum og aftengja Ísland orkustefnu ESB.


Leikhúslýðræði

Forn-Grikkir kenndu að í leikhúsið færu menn að hreinsa sig. Maður lifði sig inn í breyskleika leikpersóna, framdi syndir og drýgði hetjudáðir, án þess að hætta neinu til sjálfur. 

Að lokinni sýningu var leikhúsgesturinn hreinsaður.

Troðfullt var á leiklestur Borgarleikhússins á drykkjutali sex þingmanna þar sem var ,, meðal ann­ars rætt um út­lit stjórn­mála­kvenna, gáfnafar og and­lega eig­in­leika."

Án efa hefur enginn viðstaddra nokkru sinni hallað orði á starfsfélaga, baktalað nokkurn mann eða gert grín að þeim sem eru öðruvísi. Allt er þetta fullkomin nýlunda fyrir viðstadda.

Og allir fóru heim hreinsaðir og sáttir að vera betri menn en sexmenningarnir ógurlegu. 

 


mbl.is „Stórkostlegt rannsóknarefni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband