Vinstriútgáfa: Trump og Pútín gætu tortímt jörðinni

Trump og Pútín gætu fyrir ásetning eða mistök tortímt jörðinni með kjarnorkuvopnum og við getum lítið sem ekkert gert við því, segir í fréttaskýringu vinsællar útgáfu frjálslyndra og vinstrimanna, Guardian.

Guardian var til skamms tíma fremur yfirveguð útgáfa og leiðbeindi frjálslyndum vinstrimönnum hvaða skoðun þeir ættu að hafa á stærri og smærri málum. En síðustu misseri verður æ algengara að útgáfan gefi sig á vald móðursýki um að veröldin sé á barmi hengiflugsins.

Heimsendaspámennska vinstriútgáfunnar gefur sér að tveir menn, Trump og Pútín, séu þess albúnir að valda óbætanlegum skaða á jarðkringlunni.

Rétt er að forsetarnir tveir hafa, hvor á sína vísu, gengið af frjálslyndri vinstripólitík dauðri. Farið hefur fé betra.


mbl.is Trump sagður vilja reka seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VR í herferð gegn andlegri heilsu launþega

Sjúkrasjóður VR tæmist, ekki síst vegna andlegrar líðan launþega s.s. streitu og kulnunar. Á sama tíma stendur VR fyrir herferð sem dregur upp þá mynd af atvinnurekendum að þeir beinlínis stuðli að vanlíðan starfsfólks með ómanneskjulegri framkomu.

Herferðin með Georg Bjarn­freðar­son­ í aðalhlutverki beinlínis hvetur launþega til að líta á sig sem leiksoppa ofurselda duttlungum atvinnurekenda er koma illa fram við starfsfólk sitt. Þótt reynt sé að klæða skilaboðin með aulafyndni eru þau ótvíræð: vanlíðan er eðlilegt ástand við ömurleg starfsskilyrði.

Ef fólki er sagt að því eigi að líða illa og ástæður gefnar, t.d. ömurleg kjör og hörmulegar starfsaðstæður, eru meiri líkur en minni að fólk taki ábendingunni og fari að líða illa. Í framhaldi fær það vottorð og sækir launin sín í sjúkrasjóð.

 


mbl.is „Ódýrasta herferð“ VR frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband