Trump-friður veldur evrópskri örvæntingu

Trump lítur á Sýrland sem einskinsverða eyðimörk, segir þýska útgáfan Die Welt, og sakar Bandaríkjaforseta um að eyðileggja vestræna samstöðu. Guardian dregur fram rauða dregilinn fyrir evrópska ráðamenn sem harma ákvörðun Trump er leiddi til afsagnar varnamálaráðherra Bandaríkjanna.

Allt þetta vegna þess að tvö þúsund bandaríkir hermenn eru kallaðir heim frá Sýrlandi? Nei, meira hangir á spýtunni.

Bandaríkin ásamt Nató ætluðu að fella Assad Sýrlandsforseta og leiða til valda ríkisstjórn vinveitta vesturlöndum. Til hliðar var látið líta svo út að vestrænu ríkin stæðu í baráttu við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. En aðalverkefnið var að koma Assad frá.

Innrásin í Írak 2003 til 2011 skyldi búa til hjálendu vestrænna ríkja eftir að Hussein forseta var steypt. Bandaríkjaher fór með skottið á milli fótanna frá borgarastyrjöldinni í Írak sem skóp Ríki íslams. Í Sýrlandi frá og með 2011 átti að nota arabíska málaliða, kallaða frelsisvini, til valdaráns.

Assad Sýrlandsforseti fékk frá haustinu 2015 stuðning frá Rússum að berja niður uppreisnina, sem fjármögnuð var af vesturveldunum. Valdaránið mistókst. Ein meginástæðan fyrir afskiptum Rússa var að Bandaríkin og Nató unnu markvisst að því að gera Úkraínu, í bakgarði Rússa, að vestrænni hjálendu. Rússar gátu illa beitt hernaðarmætti sínum í Úkraínu en auðveldlega í Sýrlandi. 

Trump fékk kosningu 2016 m.a. út á loforð um að binda endi á tilgangslaus hernaðarævintýri í miðausturlöndum.

Trump-friður í miðausturlöndum gerir ráð fyrir að heimshlutinn ráði sjálfur fram úr vandamálum sínum. Örvænting ESB-ríkja og Bretlands stafar af fyrirséðu tapi valda og áhrifa, sem þau nutu í skjóli bandarísks hernaðarmáttar.

Sigurvegarinn í Sýrlandi er Pútín Rússlandsforseti. Bæði í Úkraínu og miðausturlöndum er Pútín raunsær á meðan vesturveldin eru blinduð af draumsýn um að hægt sé að flytja út vestræna stjórnskipun og planta henni niður með árangri í framandi menningu. Það er einfaldlega ekki hægt.

   


mbl.is Verkinu í Sýrlandi ólokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Soros og samfélagsverkfræðin

George Soros kennir sig við opið samfélag þar sem aðrir sjá upplausn og óeirðir. Hugsjón Soros kemst á framkvæmdastig eftir fall kommúnismans og er grunninn öfug nýlendustefna.

Í stað þess að vestræn ríki legðu undir sig þriðja heiminn og skipuðu málum eftir sínu höfði skyldu þjóðflutningar frá þriðja heiminum til vestrænna ríkja skapa nýtt jafnvægi á milli fólksfækkunar iðnríkja og fátæktar þróunarlanda.

Á pappírunum gekk dæmið upp. En í útreikningum gleymdist að samfélag er meira en talnagildi. Æ fleiri á vesturlöndum sannfærðust að öfuga nýlendustefnan myndi ekki bæta vestræn samfélög heldur tortíma þeim.

Opnið samfélag Soros er hápunktur frjálslyndrar alþjóðahyggju sem varð til eftir seinna stríð og atti kappi við kommúníska alþjóðahyggju í kalda stríðinu. Eftir fall Sovétríkjanna, fyrir bráðum 30 árum, opnaðist hyldýpið og engin bönd héldu samfélagsverkfræðingum á Wall Street og Pentagon. 

Þjóðflutningar inn í vestræn ríki og nýskipan ríkja í miðausturlöndum með hervaldi er samfélagstilraun sem misheppnaðist.

Opið samfélag undir verndarvæng alþjóðastofnana er draumur sem í framkvæmd verður að matröð.


mbl.is Soros valinn maður ársins hjá FT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauða verkó og Sovét-Ísland

Sósíalistar í verkalýðshreyfingunni sameinast í kjaraviðræðum með samstarfi VR og Eflingar. Sósíalistar trúir eðli sínu efna til uppþota, óeirða og stjórnleysis til að búa í haginn fyrir valdatöku.

Verkefni þeirra sem ekki telja Sovét-Ísland framtíðarlandið er að einangra sósíalistana og sjá til þess að þeir komist ekki spönn frá rassi með byltingaráformin.

Forysta VR og Eflingar styrkist með samstarfinu en þeir sem þiggja laun samkvæmt töxtum félaganna standa verr að vígi. Enda lítur forystan á það sem aukaatriði: byltingin fyrst, almannahagur kemur síðastur.


mbl.is VR og Efling í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband