Sigmundur Ernir edrú á Austurvelli

Sigmundur Ernir mætti á Austurvöll að mótmæla ölæði sitjandi þingmanna á krá út í bæ.

Einu sinni var Sigmundur Ernir, þáverandi þingmaður, staðinn að verki í þingsal.

En, sem sagt, gott að Sigmundur Ernir mætti edrú á Austurvöll. Ásamt prúða fólkinu.


mbl.is „Mér finnst það svo sorglegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strikað yfir Bandaríkin í fullveldi Íslendinga

Í byrjun árs 1918, þann 8. janúar, kynnti Woodrow Wilson forseti Bandaríkjanna 14 punkta friðaráætlun fyrir Evrópu sem stóð í fyrri heimsstríði. Fimmti punkturinn, þjóðríkjareglan, samanber inngangsorð forsetans, nánast tryggði Íslendingum fullveldi.

Ástæðan er eftirfarandi. Danir kostuðu kapps að fá tilbaka landamærahéruð sem Þjóðverjar tóku af Danmörku í stríðinu 1864. Á þeim tíma kom fram sú hugmynd í danska stjórnarráðinu að skipta við Þjóðverja á Íslandi og smávegis af danskri byggð sem Þjóðverjar sölsuðu undir sig í krafti hermáttar. Ekkert varð úr og Danir biðu færis. Tækifærið kemur 1918 þegar fyrirsjáanlegur sigurvegari fyrra stríðs, Bandaríkin, kynnir þjóðríkjaregluna.

Danir sáu fyrir sér að endurheimta danskar byggðir í Þýskalandi í friðarviðræðum um ný landamæri eftir stríðslok. Til að bæta samningsstöðu sína ákváðu Danir að senda nefnd til Íslands að semja um fullveldi okkar. Danir vissu sem var að þeir stæðu verr að vígi í samningum um dönsku byggðirnar í Þýskalandi ef þeir neituðu Íslendingum um sama rétt og þeir kröfðust handa löndum sínum á þýskri grundu.

Í sérblaði Morgunblaðsins um fullveldið, gefið út í dag, er ekkert minnst á þjóðríkjareglu Wilson og hvaða áhrif hún hafði á skyndilegan áhuga Dana sumarið 1918 að semja um fullveldi Íslands sem hafði verið vandræðamál í hálfan annan áratug, eða frá því að Íslendingar fengu heimastjórn 1904.

Sagan, líkt og blaðamennska, er alltaf valkvæð að einhverju marki. En þegar tekið er upp á því að strika út veigamikla þætti sem eiga heima í umræðunni er valið farið að nálgast sögufölsun. 


Fullveldið, embættismenn og þriðji orkupakkinn

Hugvekja til Íslendinga er upphafsskjal fullveldisins. Jón Sigurðsson er höfundurinn og birtist hugvekjan í tímariti hans, Nýjum félagsritum, árið 1848. Ein 70 ár liðu áður en tillögur Jóns fengu framgang, 1. desember 1918.

Þótt 170 ár séu liðin frá hugvekjunni er enn að finna þar margt sem á beint erindi við samtímann. Hér talar Jón um embættismenn:

þjóðin er ekki til handa embættismönnum sínum, heldur eru þeir handa henni; hún á því með að krefja þá reikníngskapar fyrir stjórn þeirra, og þeir eiga að svara;

Embættismenn eiga það til, nú sem fyrr, að starfa ábyrgðalaust í þágu annarra hagsmuna en þjóðarinnar. Gefum Jóni aftur orðið:

Hafi þessvegna þjóðin ætlað að leita ábyrgðarmanns fyrir eitthvað sem aflaga fór, þá hefir enginn fundizt, hver hefir vísað frá sér og kennt yfirboðara sínum, og svo koll af kolli.

Íslenskir embættismenn hafa á síðustu árum dundað sér við að koma raforkumálum Íslendinga í hendur útlendinga - Evrópusambandsins. Veik lýðræðislega kjörin stjórnvöld, þ.e. þingmenn og ráðherrar, hafa fremur verið strengjabrúður í höndum embættismanna en fulltrúar almannahagsmuna.

Á aldarafmæli fullveldisins yrði það falleg gjöf til þjóðarinnar, og til heiðurs minningu Jóns Sigurðssonar, að stjórnmálamenn tækju fram fyrir hendur embættismanna og afþökkuðu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Í framhaldi má skila tveim fyrstu pökkunum frá Brussel.

Jón skrifaði hugvekjuna á byltingartímum. Þjóðir risu upp gegn einveldi. Óábyrgt og umboðslaust embættismannaveldi er ekki hótinu betra en einveldi.


mbl.is Fullvalda ríki í eina öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband