Kjarninn beið í 4 daga með Ágústarfrétt

Kjarninn birtir fyrst frétt um Ágústarmálið 7. desember og er það játning Ágústar hluthafa Kjarnans á kynferðislegri áreitni í garð nafnlausrar konu.

Fjórum dögum síðar, 11. desember, stígur fórnarlamb Ágústar fram og leiðréttir játningu þingmannsins. Konan er starfsmaður Kjarnans og greinin birtist þar.

Í Tilfallandi athugasemdum er þögn Kjarnans í fjóra daga um mál Ágústar gagnrýnd.

DV gerir frétt um gagnrýnina og þar svarar Þórður Snær ritstjóri Kjarnans:

Eftir að okkur var greint frá þeim höfum við, stjórn og stjórnendur Kjarnans, stutt þolandann eitt hundrað prósent. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar í tengslum við þetta mál hafa verið teknar af henni. (undirstrikun pv)

Fórnarlamb Ágústar tók sem sagt ákvörðun, í umboði ritstjórnar, að birta játningu þingmannsins 7. desember til þess eins að leiðrétta játninguna fjórum dögum síðar, þann 11. desember.

Hvers vegna var setið á fréttinni um að kynferðisleg áreitni Ágústar beindist að starfsmanni Kjarnans og fór fram á ritstjórnarskrifstofu útgáfunnar?

Sennilegasta skýringin er sú að ritstjórn Kjarnans vildi ekki að athygli fjölmiðlaumræðunnar færi af Klausturmáli Miðflokksins. Kjarninn er samfylkingarútgáfa og birti fréttir um vammir og skammir á orðræðunni á Klaustri en þagði um snöruna í hengds manns húsi - ritstjórnarskrifstofu útgáfunnar.

Þetta heitir að ljúga með þögninni og þykir skammarlegt athæfi í blaðamennsku.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hvað gæti dregið athyglina frá barferð? Eldgos hefði skyggt á upptökur af fullum þingmönnum tala illa um aðra þingmenn. 

Þessi UN "samningur" er furðuverk, það er andi mikilmennskubrjálæðis yfir honum en í samræmi við geggjuðustu markmið No border, Open society og glóbalisma með hina óvinsælu fulltrúa, Trudeau í Kanada og Macron í Frakklandi í broddi fylkingar.  

Sagt er að samningurinn sé ekki bindandi og að ekki standi til að breyta íslenskum lögun. En samningurinn er pólitísk yfirlýsing og leiðarvísir um að skerða málfrelsi og umturna samfélaginu. Hann markar framtíðina sem hvorki er rædd á þingi né kynnt fyrir þjóðinni. Undirskrift er viljayfirlýsing sérfræðinga sem setja þjóðinni framtíðarmarkmið án þess að spyrja hana álits.

Benedikt Halldórsson, 12.12.2018 kl. 12:46

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Höfundar UN samningsins hafa engar efasemdir um að leiðarvísir þeirra sjálfra um umfangsmestu þjóðflutninga í sögu mannkynsins geti klikkað. Bara það hringir viðvörunarbjöllum. Það verður ólöglegt að gagnrýna samningin og ríkið á að skóla (heilaþvo) blaðamenn.Það segir allt sem segja þarf til að hafnað honum með öllu.

Af hverju vakti slúður á bar meiri athygli blaðamanna? Hvað er í gangi?

Benedikt Halldórsson, 12.12.2018 kl. 12:51

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einu hugsanlegu glæpirnir sem höfundar UN samningsisn sjá fyrir eru viðhorfsglæpir gestgjafanna sem á að uppræta með samstilltu átaki allra stofnanna og fjölmiðla. Stjórnseminn og ákafinn er of mikill. Textinn er of "góður" til að vera sannur.

Bjartsýnin er sturluð eins og í langtímaáætlun Sovéska kommúnistaflokksins. Það vottar ekki fyrir raunsæi og jarðtengingu en miklu púðri eitt í áróður gegn gestgjöfunum. Það er undir þeim komið að risaþjóðflutningar gangi vel, ekki óraunsærri fantasíu höfundanna. Þar sem gestgjöfunum er ekki treystandi til orðs og æðis þarf að koma á gamalkunnri ritskoðun, alræði, ótta, skrifræði og refsingum svo að allt gangi nú snurðulaust fyrir sig.

Benedikt Halldórsson, 12.12.2018 kl. 13:25

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Fórnarlamb Ágústar tók sem sagt ákvörðun, í umboði ritstjórnar, að birta játningu þingmannsins 7. desember"

Hvar hefur það komið fram að blaðakonan hafi tekið þá ákvörðun??

"Hvers vegna var setið á fréttinni um að kynferðisleg áreitni Ágústar beindist að starfsmanni Kjarnans og fór fram á ritstjórnarskrifstofu útgáfunnar?"

ehh ... vegna þess að upplýsingar um það voru veittar í trúnaði?

Djöfull sem þú getur verið meinfýsinn og andstyggilegur Páll.

Skeggi Skaftason, 12.12.2018 kl. 14:36

5 Smámynd: rhansen

Kom þetta eitthvað við Samfylkingahjartað  i "sumum" ?.

rhansen, 12.12.2018 kl. 20:25

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Fóru þau full upp á kommaontórinn til að rífast um pólitík? Hvað vildi  Gúisti? Af hverju vldi hún ekki þegar þau eru alvön  og úr sama flokki ? Vantaði eitthvað sem Gústi var ekki með?

Halldór Jónsson, 12.12.2018 kl. 21:06

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skeggi klikkar ekki, frekar en fyrri daginn, þegar kemur að því að afbaka.

Halldór Egill Guðnason, 13.12.2018 kl. 01:00

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú meinar Össur Skarphéðinsson er það ekki, Halldór Egill?

MAGA

Kveðja frá Montgomery Texas.

Jóhann Kristinsson, 13.12.2018 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband