Múslímar: þriðja kynslóðin aðlagast illa

Þriðja kynslóð innflytjenda í Danmörku, sem ekki eru frá vesturlöndum, stendur sig verr en Meðal-Daninn í grunnskóla. Frammistaða í skóla, segir í grein í Jótlandspóstinum, er sterk vísbending um hvernig fólki farnast í lífinu.

Yfir 5 prósent Dana eru múslímar, liðlega 300 þúsund.

Múslímar aðlagast illa vestrænum siðum og háttum, jafnvel þótt þeir búi mann fram af manni á vesturlöndum.


Klopp stútar Móra

Dortmund undir Klopp sigraði Madrídinga undir handleiðslu Móra 4-1 og sá síðarnefndi missti starfið. Klopp tekur við Liverpool, sigrar Chelsea og Móri verður atvinnulaus. Og nú gerist það aftur að Móri tapar fyrir Klopp og starfið í beinu framhaldi.

Móri sagðist sérstakur en Klopp sá hversdagslegi.

Lifi hversdagsleikinn.

 


mbl.is Enginn mun sakna Mourinho (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gulu vestin bjarga ekki verkó, Georg ekki heldur

Verkalýðshreyfingin gerði sér vonir um að innflutt frönsk mótmælabylgja, kennd við gul vesti, gæti sett meira fjör í kjarabaráttuna sem hefst fyrir alvöru um áramótin. En, nei, ekki örlar á áhuga almennings að brenna bíla í miðborg Reykjavíkur.

Annað útspil verkó er skáldaður verslunareigandi, Georg Gnarr Bjarnfreðarson, sem í sjónvarpsauðlýsingum misþyrmir starfsmönnum sínum í Georgsbúð. Georg Gnarr særði fram viðbrögð frá atvinnurekendum en hefur í mesta lagi skemmtanagildi fyrir almenning.

Þegar hvorki gul vesti né skáldskapur bjarga verkó er aðeins eitt úrræði eftir. Skynsamlegir kjarasamningar. 


mbl.is Gul vesti rjúka ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband