Ný stjórnarskrá gamalla vinstrimanna

Helstu stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár eru gamlir og kjósa Samfylkinguna, samkvæmt könnun MMR. Skiljanlega, samfylkingarliðið nær ekki árangri í kosningum og krefst uppstokkunar á stjórnskipun landsins. 

Nörda-útgáfan af Samfylkingunni, Píratar, koma á hæla móðurflokksins sem stuðningsmenn þess að farga gildandi stjórnarskrá.

Ungt fólk á miðju stjórnmálanna og til hægri hefur engan áhuga á uppstokkun.

Ekkert nýtt hér. Gamla fýlupokaliðið situr við sinn keip. Aðrir eru sáttir í lýðveldinu.


mbl.is Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundin játar frétta-einelti

Stundin vissi af þátttöku Lífar Magneudóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna og varaborgarfulltrúa Viðreisnar á Klaustursamsæti Miðflokksins, sem hefur verið aðalfréttamálið í rúma viku.

En það var ekki fyrr en í dag sem Stundin viðurkenndi aðild Lífar af fundinum, eftir að mbl.is hafði gert það að fréttaefni. Stundin segir ,,ekkert fréttnæmt" að Líf og varaborgarfulltrúi Viðreisnar sátu með þingmönnum Miðflokksins. En vitanlega er það fréttnæmt að Líf var viðstödd. Stundinni hefði þótt fréttnæmt ef þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði svo mikið sem staðið í anddyrinu.

Eineltis-hrottar stunda að einangra fórnarlömb sín og draga upp af þeim ómanneskjulega mynd. Það gerði Stundin, með dyggri aðstoð RÚV. Þegar búið er að einangra fórnarlömbin er meðvirku og ístöðulitlu fólki smalað saman til að berja á þolendum. Nú til dags fara þessar barsmíðar fram á samfélagsmiðlum.

Stundin gerði sér far um að draga upp þá mynd af sexmenningunum að þeir væru óalandi og óferjandi. Og þegja um Líf og fulltrúa Viðreisnar.

Líf segist hafa hitt Miðflokksmenn rúmlega hálftólf. Þá hafði útsendari Stundarinnar, Bára hljóðmaður, tekið upp einkasamtöl í um fjórar klukkustundir. En samkvæmt Stundinni hafði Bára fyrir tilviljun  rétt brugðið sér inn á barinn.  ,,[Ég] hugsaði með mér að það væri fínt að setjast þar aðeins niður fram að æfingunni og fá sér kaffi."

Bára hljóðmaður fór ekki á neina æfingu þetta kvöld. Hún sat sem fastast í um fjórar klukkustundir, hljóðritaði og tók myndir. Síðan var búin til upptaka af þessari ólöglegu hlerun. Upptakan var klippt til svo að Líf og varaborgarfulltrúi Viðreisnar myndu ekki blandast í málið.

Ólögleg upptaka á einkasamtölum er persónunjósnir. Næsta skref fjölmiðla á siðferðisstigi Stundarinnar er að koma fyrir hlerunarbúnaði á heimilum fólks. 

 


Klaustur-Líf Vinstri grænna og Viðreisnar

Vinstri grænir og Viðreisn áttu fulltrúa á Klaustri kvöldið sem ólögleg hlerun á kunningjaspjalli fór þar fram. Líf Magneudóttir og Gunn­laug­ur Bragi Björns­son sátu með sexmenningunum og ræddu menn og málefni.

Líf gat þess ekki að eigin frumkvæði að hún tók þátt í samdrykkjunni. Viku eftir að Klausturfundur er orðið að stórpólitísku máli stígur Líf fram lúpuleg og segir já, ég var á Klaustri örlagaríka kvöldið en sagði ekkert ljótt um nokkurn mann.

Líf er þekkt fyrir að tjá tilfinningar sínar með látbragði sem næst ekki auðveldlega á hljóðupptöku. Bára hljóðmaður var líka með það verkefni að taka aðeins upp óhljóð hægrimanna.

Hvorki RÚV né Stundin munu þýfga Líf um hennar hlut í samdrykkjunni á Klaustri. Fjölmiðlabandalag góða fólksins sér um sína.


mbl.is Tóku ekki þátt í tali þingmannanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband