Píratar: lögbrot jaðarhópa gott mál

Þingmaður Pírata segir að efnalitlir, öryrkjar, hinsegin fólk eða almennt einhver sunnan þess venjulega eigi rétt á að fremja lögbrot sem hversdagsfólk fær refsingu fyrir.

Glæpamenn eru samkvæmt skilgreiningu jaðarhópur.

Píratar vita á hvaða mið þeir róa eftir fylgi.


mbl.is „Mér blöskrar þetta framferði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarninn beið í 4 daga með Ágústarfrétt

Kjarninn birtir fyrst frétt um Ágústarmálið 7. desember og er það játning Ágústar hluthafa Kjarnans á kynferðislegri áreitni í garð nafnlausrar konu.

Fjórum dögum síðar, 11. desember, stígur fórnarlamb Ágústar fram og leiðréttir játningu þingmannsins. Konan er starfsmaður Kjarnans og greinin birtist þar.

Í Tilfallandi athugasemdum er þögn Kjarnans í fjóra daga um mál Ágústar gagnrýnd.

DV gerir frétt um gagnrýnina og þar svarar Þórður Snær ritstjóri Kjarnans:

Eftir að okkur var greint frá þeim höfum við, stjórn og stjórnendur Kjarnans, stutt þolandann eitt hundrað prósent. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar í tengslum við þetta mál hafa verið teknar af henni. (undirstrikun pv)

Fórnarlamb Ágústar tók sem sagt ákvörðun, í umboði ritstjórnar, að birta játningu þingmannsins 7. desember til þess eins að leiðrétta játninguna fjórum dögum síðar, þann 11. desember.

Hvers vegna var setið á fréttinni um að kynferðisleg áreitni Ágústar beindist að starfsmanni Kjarnans og fór fram á ritstjórnarskrifstofu útgáfunnar?

Sennilegasta skýringin er sú að ritstjórn Kjarnans vildi ekki að athygli fjölmiðlaumræðunnar færi af Klausturmáli Miðflokksins. Kjarninn er samfylkingarútgáfa og birti fréttir um vammir og skammir á orðræðunni á Klaustri en þagði um snöruna í hengds manns húsi - ritstjórnarskrifstofu útgáfunnar.

Þetta heitir að ljúga með þögninni og þykir skammarlegt athæfi í blaðamennsku.

 

 


Flökkufólk endurskírt farendur

Flökkufólk í leit að betri lífsgæðum sækir í milljónavís til vesturlanda. Eftir megni hafa vesturlönd tekið við þessu fólki. Vegna vandræða við að fá flökkufólkið til að aðlagast vestrænum siðum og háttum lokast ein landamærin af öðrum síðustu ár.

Sameinuðu þjóðirnar gerðu betur að bæta lífskjör flökkufólksins heima fyrir en að þvinga vestræn ríki til að taka við fleiri framandi gestum.

Viðleitni íslenskra yfirvalda, að kalla flökkufólkið farendur, er óbein viðurkenning á því að geta okkar til að veita viðtöku flökkufólki er komin að endimörkum.


mbl.is Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband